Ljósberinn


Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 4
4 LJÖSBERINN I. Syðstavík. Þorpið stendur í hlíðardrögum norð- anvert við fjörðinn. Húsin eru á víð og dreif upp eftir hlíðunum og meðfram sjónum, eins og þeim hafi verið demibt þar af handahófi; flest þeirra eru h'til og ósjáleg, illa löguð, með allavega við- bótum, sem minna. einna helst á stag- bætta ílík. Ofarlega í hlíðinni er þó eitt fall- egt hús, sem laðar að sér augu þeirra, er um þorpið ganga. Það er hvít- málað með ljósgrænum gluggum, dyrum og girðingu umhverfis fagran, velhirtan blómareit. Ilvíta húsið stingur mjög í stúf við kofana í kring, og ókunnugir menn, semi koma í fyrsta sinn til Syðstu- víkur spyrja undir eins hver eigi snotra býlið í hlíðinni. Enginn er sá óviti til í »Víkinni«, að honum sé ekki greitt um að svara þeirri spurmngu. »Sýslumaðurinn á húsið. Sýslumað- urinn býr í húsinu«. Þegar kvöldsólargeislarnir skína á gluggaröð hvíta .hússins, glóa þeir eins og skíragull; og þá er eins og ósýnileg hönd breiöi töfrablæju yfir sýslu- mannssetrið og þorpsbörnin hætta snöggvast að leika sér, en fara að horfa. á húsið, eins og þau hafi aldrei séð það fyr og hrópa hvert í kapp við annað: »Sko! það logar í gluggunum!« En blessuð sólin, sem »elskar alt« sneiðir heldur ekki hjá lélegu kofunum, henni er jafn ljúft að vefja að sér »gamla húsið«,. með hlýjum kveðjukossi, áður en hún hnígur til viðar, og börnin kalla hvort til annars: „Sko! það logar líka í gluggunum á gamla húsinu!« En þegar þau minnast á gamla húsið, dregur skyndilega niðufr í þeim — »uss, uss — uss!« segja þau þá hvort við annað. »Höfumi ekki hátt — það eru draugar í gamla húsinu!« Það slær þögn á hópinn, og hálf- smeikum augurn er rent útundan sér i laumi á »gamla húsið«, með skökku stafnana og hrörlega þakið, sem virðist tæplega muni standa af sér snarpa stormhviðu. En á litlu grænu gluggarúð- unum hlæja og dansa hinir fegurstu gullgeislar, og vefja gamla húsið að sér með yl og ástúð. — Það ber sjaldan mikið til tíðinda í Syðstuvík. Menn lifa þar einföldu ó- brotnu iðjusömu lífi. Þar ganga engir með höndur í vösum, því að höndurnar hafa allar nóg að vinna. Sjómennirnir færa fiskinn að landi, þar er hann saltaður, þveginn og þurkaður á stakk- stæðunum innan um húsin. Þorpsbúar rísa árla úr rekkju þegar þurkur er á sumrin,, og þegar ekki er þurkur, þá hirða þeir um kálgarðana sína, sem einnig eru innan um húsin, túnblettina og hænsnin; en hanarnir hafa árum saman verið aðalvekjara- klukkur þorpsbúa.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.