Ljósberinn


Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 2
10 LJÖSBERINN Matteus. (Sunnudagaskólinn 5. febr. 1933.) 'l’exti: Mark. 2, 13—17. Minnísvers: Sœlir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. 1 dag heyrum við sagt frá því, að faðirinn himneski gaf sínum elskaða syni einn, sem verða skyldi postuli hans. Ilann hét Leví, en Jesús gaf honum nafn og kallaði hann Mattens, sem þýð- ir: gjöf Guðs. En annars sagði Jesús, að allir lærisveinar væru sér gefnir af föðurnum. »Eg vil, <tð þeir, sem þú gafst mér, séu þar sem ég er og sjái þá dýrð, sem þú gafst mér.« Og á öðr- um stað segir hann: »Engum glataði ég af þeim, sem þú gafst mér, nema glót- unarsyninwm, svo að' ritningin rœttist.« Matteus var fljótur að búa sig til fylgdar við Jesú. Hann var fátækur í anda, hann hafði hugarfar tollheimtu- mannsins, sem barði sér á brjóst og sagði: »Guð, vertu1 mér syndugum likn- samur.« Og við vitum, að hann stóð ekki upp til einskis frá reikningum sínum og fylgdi Jesú. Hann ritaði æfisögu frels- arans fyrstur postulanna, guðspjallið, sem við hann er kent. Hann ritaði það fyrst og fremst handa löndum sínum, á tungu þeirra; en þegar þeir höfnuðu því, þá var það þýtt á tungur heiðingj- anna og hefir síðan borist til allra þjóða. Matteus var sæll,, því að hann var fátækur í anda; hann gat sagt af hjart- ans auðmýkt: Jesús kom til að kalla . mig, syndarann, til afturhvarfs; ég var andlega sjúkur, og þurfti læknis við. Af náð Guðs er ég það, sem ég er. Einn bersýnilegur vottur um auðmýkt hans er það, hvernig hann segir sjálf- ur frá veizlunni, sem hann hélt Jesú og lærisveinum hans og mörgum fyrver- andi embættisbræðrum sínum. Hann tekur það alls ekki fram, að það hafi verið hann, sem hélt veizluna í húsinu. En hann gleymir hins vegar ekki að geta þess, að tollheimtumenn og synd- arar hafi setið að borði með Jesú. Það þótti honum mestu varða, að það gleymd- ist ekki. — Sælir þeir, er sárt til finna sinnar andans nektar hér, þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. -----»>■&<•—-- Barnaljóð. Syngjum fögur sigurljóð, syngjum fyrir börnin góð eitthvað, sem er indislegt að heyra, eitthvað, sem að hrífur hug, hefur anda þeirra’ á flug; fyrir því, er bezt að opna eyra. Syngjum þá um sumarið, sólskinsdaga og fuglaklið, berjaferðir, blómalundi og fleira um unaðslega æskustund, yndi og frið i barnsins lund, og það má sjálfsagt telja’ upp miklu meira. Látum hljóma lof um hann, lífsins iierra — frelsarann; um hann skulu litlu börnin læra, iðka dygðir, efla frið, aumingjunum veita lið; — með þvl honum mesta gjöf þau færa. <« úði'iín J ólianiisdðftiv, frú itrautaiiiolti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.