Ljósberinn


Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 8
16 LJÖSBERINN Göigaðu sál jiína í hcluiini >>;<•■>nm ' ■ <>íj föirriun fjriiiicitnin. * ,, (Jalitu á vcgi sannleikans <•!> ilj'gðarinnar. Sá írcliir nicst, scin af niinstn tcknr. 0 Gnðriin .Tóliannsd. frá Brautarli. En þegar leið ái daginn,, lækkaði hit- inn. Var hún þess þá fullviss, að Guð hefði heyrt bæn litlu, svörtu smælingj- anna. Kristniboðinn komst óvenjulega fljótt til fuilrar heilsu aftur og tók til sinna starfa, eins og áður. Í P | Fróðleikur n skemtun. | / •wsto/ssm Kínversk strætanöfn. j bænum Kanton eru nöfnin á götunum mjög einkennileg. Pær eru ekki nefndar eftir mönnum eða kendar við staði, áttir o. s. frv., eins og txtt er í bæjum í Norðurálfu, held- ur við ýmsar dygðir og eiginleika manna, t. d.; Miskunnarstræti, Góðgerðagata, Sann- söglisstígur, Vináttuvegur, Trygðatorg o. s. frv. * Árið 1909 veiddist sá stærsti þorskur, sem þekst hefir. Hann var 185 kíló að þyngd. Beinagrind hans er geynxd i náttúrugripa- safni í Stokkhólmi. Tungan er sá hluti líkamans, sem fyrsí grær af sjálfu sér, ef hún hefir særst eða meiðst. Fyrir nokkrum árum fanst ný tegund aí froskum, sem gelta því nær eins og hundar. Fíllinn hefir svo næm þeffæri, að hann finnur lykt af manni í kílómeters fjarlægð. Ef kona óskar að fá áheyrn hjá txáfanum, verður hún að fylgja ýmsum reglum. Hún má ekki hafa vetlinga og ekki bera nokkurl skraut, að undanteknum trúlofunar- eða gift- ingarhring. Ennfremur verður hlin að vera i skósíðum kjól yztum fata * Eftir því sem næst verður komist, eru íbúar jarðarinnar nú 1700 miljðnir. Tíu ára gömul stúlka í Vínarborg fann einkennilegan hnött uppi á geymslulofti föður síns. Hún tók hann og fór að leika sér að honum. Kom þá móðir hennar að og fór að skoða þennan nýja leikhnött. Brá henni held- ur en ekki í brún, er hún sá, að þetta var sprengikúla. * í Bandaríkjum Norður-Ameríku er talið að séu 5 miljónir manna, sem komnir eru af barnsaldri og ekki kunna að skrifa. Fyrir nokkru var það tizka í París, að láta mála marglitar myndir á yfirleðrið á skón- um sínum. * l'arliiglaiiiii'. Það er ekki mjög langt síðan menn fengu vissu fyrir því að þeir voru farfuglar. Fyrir liðlega 100 árum héldu menn, að þeir lægju í dái á vetrum í jarðholum og sprungum hér á landi. Um ferðaiag þeirra hefir fengist bezt vitneskja með því, að merkja fugla (með áletr- uðum hringum úr alúminíum, festum um ann- an fót þeirra), og er það danskur kennari, Mortensen að nafni, sem skipulagi hefir kom- ið á aðferð þessa. — Um flestar tegundir far- fugla má segja, að þvi norðar á hnettinum sem þeir verpa, því lengra suður á bóginn fara þeir á vetrurn. Margar af farfuglategund- um vorum dvelja á vetrum suður í Afríku, og sumar þeirra, t. d. lóan, alveg suður I Kap. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.