Ljósberinn


Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 4
20 LJÖSBERINN rangt gagnvart .honum, að óska eftir því, að konan á Hóli væi’i orðin mamma þín? Þú veizt að mamma þín er dáin, og þú átt að heiðra. minningu hennar með því, að láta enga konu eignast það rúm, sem henni ber í huga þínum.« Rúna horfði með athygli á frænku sína, á meðan hún var að tala, og henni sýndist svipur hennar verða svo undur dapur. »Það mundi særa hann pabba þinn, góða mín,« hélt frænka áfram. »Ryfja upp fyrir honum liðnar raunastundii', sem honum væri bezt að geta gleymt alveg.« Frænka þagnaði og Rúna litla bjóst helzt við, að hún færi þá og þegar að gráta, svo döpur varð hún á svipinn, og til þess að binda sem skjótastan enda á þetta raunalega tal, hugsaði Rúna litla, að heppilegast væri að endurnýja beiðni sína, og sagði því: »Má ég fara til {x?irra frænka?« Frænka hennar svaraði ekki alveg strax. Það virtist kosta hana töluverða fyrirhöfn að skifta strax um umtals- efni. »Geturðu annars sagt mér, af hverju þú sækist svona eftir að heim- sækja þessi gömlu hjón?« spurði hún þó að lokum. »Af því að mig langar til að gleðja þau eitthvað«, sagði Rúna litla blátt áfram. »Krakkarnir stríða þeim svo oft, og hrekkja hana Oddnýu, ef hún fer eitthvað«. »Einmitt það!« sagði frænka. »Hefir þú lent í brösum út af því?« »Brösum!« sagði Rúna litla,. »IIvað er það? « »Hvernig veizt þú, að krakkarnir stríða þeim?« sagði frænka byrst. »Lotta og Kalla hafa sagt mér það«, svaraði Rúna. »Ætli þær gjöri það ekki sjálfar?« spurði frænka hennar. »Nei, nei,« svaraði Rúna og bar ört á. »Þær segja að það sé voða ljótt! Strákarnir gera það.« »Með hverju stríða þeir þeim?« spurði frænka hennar. »Stundum fleygja, þeir steinum í gluggana, og segja, að þeir séu að henda í húsdrauginn. Er það ekki Ijótt, frænka? Og þeir hafa klifrað upp á þakið og sett spýtur yfir strompinn, svo að reykurinn ætlaði hreint að kæfa gömlui hjónin, og einu sinni hentu þeir dauðri rottu ofan í strompinn, — og einu sinni tróðu þeir heyi innan í bux- urnar hennar Oddnýjar, — og — og.« »Æ, blessað barn, vertu ekki að segja mér frá þessu!« sagði frænka og band- aði frá sér með hendinni. »Ég vil ekki heyra svona sögur! En ég segi ekki annað en það, að þau eru dáindis vel vanin börnin hérna, og er líklega jafn gott, að þú leggir ekki lag þitt við þau framvegis,« »Ég ar aldrei með svona börnum,« svaraði Rúna ákveðin. »Vinstúlkur min- ar gera þetta ekki!« »Ekki vænti ég!« svaraði frænka og reigði höfuðið aftur á bak, »það má nærri geta! Ég spyr ekki að öðru eins! Þetta eru vitanlega alt saman illa upp- alin börn, sem þú átt ekki að koma nálægt.« Rúna litla leit á frænku sína meö sorgblíðu augnaráði. »Ég má þó vera með henni Lottu og henni Köllu,« sagði hún. »Þær stríða aldrei, og segja aldrei ljótt.« »Þú segir það, barnið gott,« svaraði frænka stutt í spuna. »En mér þykir það mjög ósennilegt. Og hvernig sem þær kunna að vera þessar stelpur, sem hafa náð tangarhaldi á þér, af því að þú ert svo dæmalaust leiðitöm og auð- trúa að upplagi, þá ætla ég- mér nú sjálf að kynna mér háttarlag þeirra og' svo getum við talað um, hvort þú mátt vera með þeim eða ekki.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.