Ljósberinn


Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 21 »En — frænka,« sag’ði Rúna litla vandræðaleg', — »hún Lotta er góð og Kalla er líka g'óð — og-----« »Það getur meir en verið,« svaraði frænka og varð öllu mildari í máli, er hún sá hrygðarsvipinn á fallega barns- andlitinu, sem venjulega var hýrt og glaðlegt. »En nú hefi ég ákveðið þetta, óg við það situr.« Þótt Rúna litla væri bæði ung og óreynd, hafði þó reynzlan kent henni hað, að þegar frænka talaði í þessum tón, þýddi ekkert að malda í móinn. Eftir stundarkorn sagði hún þó hik- and,i: »Má ég fara, frænka?« »Eg fer þangað fyrst,« svaraði frænka í ákveðnum róm. »En má ég þá ekki koma með þér?« hvíslaði Rúna litla og leit ofur blíðlega hil frænku sinnar. En frænka hennar hristi höfuðið, og hað vissi Rúna að þýddi kalt og ákveð- 'ð nei. Og hún rölti út, en ekki var hún jafn léttfætt, og er hún kom inn, fyrir drykklangri stund síðan. Það var þunglyndissvipur á andliti hennar, og augun, sem allajafna ljómuðu af gleði, v°ru nú vot af tárum. Hún gekk út á túnið umhverfis hús- ]ð- Þar var fagurt um að litast, í glaða- sólskininu, og Rúna litla fór að líta eft- lr Því, hve margir fíflar hefðu opnað hikarana sína, frá því er hún sá þá seinast. Ekki tímdi hún að slíta upp gulu, fögru blómin, sem kinkuðu koll- unum framan í sólina og golan gældi v‘ð. þau voru ung, eins og hún, og þráðu hfið. Rúna rölti um túnið, niðurlút og þög- uh Öðru hvoru rendi hún augunum til kamla hússins, — það stóð þarna, í hu'nfálega búningnum sínum, og stakk ^■ióg í stúf við fallega sýslumannssetr- ’ð- samt sem áður heillaði það hug hnu litlu og dró að sér athygli hennar. ^uð rauk hressiíega úr strompinum og grængresið á þekjunni bærðist í vorgolunni, en sólin glóði á gluggunum. Og Rúna litla horfði einnig yfir að Hóli, þar sem hún Lotta átti heima og systkinin hennar. Ekki var Hólsbær- inn stór eða reisulegur, litlu veg- legri heldur en gamla húsið, en í augum Rúnu litlu var hann vafinn eins- konar töfraljóma, af því að hún mundl eftir svo mörgum glaðværðarstundum, sem hún hafði átt þar í systkinahópn- um - við saklausa barnaleiki. — Litla stofan á Hóli var að vísu mjög fátæk- lega búin, gersneydd þægindum og' skrauti, en þar hafði hún Rúna litla þó skygnst inn í hinn unaðslega helgi- dóm móðurástarinnar og notið ylgeisla hennar, en jafnframt fundið til sakn- aðar, í fyrsta skifti á æfinni, út af því, að eiga ekki mömmu, eins og Hóls- börnin. En Rúna átti glaða og létta barns- lund og naut þess vel að leika sér í glaðværum hóp systkinanna á Hóli. Frh. SÓLARUPPKOMA. Þegar röðuíl ris úr sjá, roðna fjaila-klifin; eru skýin einatt þá eins og gulli drifim. SÓLARLAG. Oft mér fhist sem bliki bál bak við tjöldin skýja þegar sigur sól í ál og svœfir geisla hlýja. Trúin mér þann unað ól, œfi fa-rinn veginn, aldrei gangi eilíf sól undir hinum megin. Guðjón Pálsson

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.