Ljósberinn


Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 7
23 LJÖSBÉRINN Kórónan undursamlega. Einu sinni var ungur kóngsson, sem átti að taka við stóru kóngsríki. Hann vildi auðvitað festa ráð sitt, en fann enga kóngsdóttir, sem honum féll vel. Afréð hann því að ferðast til annara landa, til að leita sér að konuefni. Hann lagði nú af stað, með fríðu föruneyti, og fór víða um lönd. Segir ekki af ferðum hans, fyr en hann kem- Uv að fjallgarði einum miklum. Frétti hann, þá, að í fjöllum þessum hefðist við dreki, mikill og ægilegur, og lægi ve.gurinn yfir fjöllin einmitt hjá bæli bans. Nú hafði kóngsson einmitt frétt, að kóngsdóttirin í ríkinu handan við fjöll- lu væri forkunnar fögur og hin ágæt- 3-sta mær. Vildi hann því ekki snúa H’á, en lagði til fjallanna með föru- neyti sínu. Tæplega höfðu þeir náð að fjalls- f'ótunum, er ógurlegar þrumur byrj- uðu að ríða og ógurleg björg komu velt- undi niður hlíðarnar, og tvístraðist þá fylgdarlið kóngssonar og flýði til baka, en hann varð einn eftir, og töldu menn hans víst, að hann hefði farist. Hélt nú kóngsson áfram um stund. Alt hafði hann mist, utan eina vín- Hösku, sem hann hélt á í hendinni. Er hann hafði gengið stutta stund, kom hann að bæli drekans. Skildi hann Þá fljótt, hvernig stóð á þrumunum, hví drekinn sletti sporðinum til og frá °g hristist þá og nötraði jörðin. Tvent vakti eftirtekt hans, sem hann sá þarna, — það, að ung stúlka, fríð sýnum, en mjög fátæklega til fara, sat við bæli drekans, og, að á höfði hafði drekinn skínandi fagra kórónu, og lýstu gimsteinar hennar út frá sér. Er drekinn kom auga á kóngsson, lyfti hann upp höfðinu og glenti í sund- ur ginið, en þá greip kóngsson til vín- flöskunnar og henti henni beint í gin drekans; þar stóð hún föst og drekinn kafnaði. »Nú hefir þú frelsað mig,« sagði stúlkan og gekk til kóngssonar. »Nú verðum við að flýta okkur héðan.« »Ég held ég vilji nú samt hafa kór- ónuna á brott með okkur,« sagði kóngs- son, en hún var þung og veittist hon- um full erfitt að bera hana. En svo lýstu gimsteinarnir út frá sér, að bjart var nætur sem daga. Er þau höfðu gengið lengi, lengi, komust þau loks upp á hæsta hnjúk fjallanna, og þaðan sáu þau inn í kóngs- ríkið. — »Hér munui vegir skilja,« mælti þá stúlkan. »Mun ég nú hraða mér heim til foreldra minna. En ef þú ferð til hallarinnar, þá má vel fara, að við sjá- umst þar, því þú ætlar að biðja kóngs- dótturinnar þér til handa.« »Víst var það áform mitt,« mælti kóngsson, »en nú hefi ég breytt þeirri ætlun minni. Vil ég fá þig fyrir konu og enga aðra, því þú ert alt í senn: fögur, góð og hyggin, veit ég þá kven- kosti bezta vera. En til hallar mun ég samt ganga og segja tíðindi þau, að dauður sé hinn ægilegi dreki. Munum við sjást þar aftur.« Hélt nú kóngsson til hallar. En á leiðinni réðust á hann þrír ræningjar, börðu hann og tóku frá honum kórón- una, og létu hann liggja eftir og héldu, að hann væri dauður, Framhald næst.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.