Ljósberinn


Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 27 Satja efiir rúnu CáíMsdoíiup, *»4uð __^ --— „LjósberantVÍ Rví lengur sem Rúna litla mæncli yfir að Hóli, því meira langaði hana þang- að. Það var svo ga.man að vera þar. Þar fékk h ún að gera svo margt, sem hún mátti ekki koma nálægt heima hjá sér. Þar mátti hún skúra gólfið með Lottu, og þar mátti hún hjálpa til þeg- ar mamma á Hóli var að þvo, þá batt hún stóra svuntu framan á Rúnu litlu, Llappaði henni á vangann og sagði: »Svona nú, elskan litla, nú óhveinkar þú þig ekkert, þó að þú hjálpir mér til við Þvóttinn.« Og að loknu verki var henni h:clt fyrir dugnaðinn, En heima hjá henni var alt öðru máli að gegna. Þar var það jafnan viðkvæðið, ef Rúnu litlu langaði til að taka þátt í heimilisverk- unum: »Þú getur það ekki, þú ert svo Ltil - þú tefur bara fyrir!« Á sunnudögunum, þega.r mamma á Hóli var ekki í. vinnu, lét hún öll börn- in setjast í kringum: sig og sagði þeim skemtilegar sögur og lét þau syngja. Stundum hélt hún þá á Rúnu litlu og var svo undur góð við hana. Einhverju isinni kom það fyrir, er börnin voru að leika sér í »Standandi trölk, að Rúna datt og setti gat á nýja sokkinn sinn. Auðvitað var það hrygðarefni og kost- aði Rúnu litlui allmörg tár, því að hún vissi að frænka tók hart á svona skyss- um. En mamma á Hóli huggaði hana, þerraði tárin af henni, og gerði síðan svo vel við sokkinn, að enginn, ekki einu sinni frænka, tók eftir því að hann hafði bilað. Og á meðan hún var að gera við sokkinn, lét hún Rúnu sitja til fóta í rúminu sínu, og sagði henni svo skemtilega sögu, að Rúna steingleymdi öllum kvíða út af sokknum, Svona var mamma á Hóli æfinlega góð við Rúnu litlu, það var því engin furða þótt henni þætti vænt um hana, og langaði þangað sem góðsemin og glaðvj rðin bjuggu og það var sár löng- un í augnaráðinu, er hún horfði yfir að Hóli.------ Nú var Lotta víst einmitt að þvo bollapörin, og mamma hennar farin út á reitinn að taka saman fiskinn; dreng- irnir að hjálpa henni, en Lotta að gæta ungbarnsins' í vöggunni. Rúna hafði undurgaman af litla barninu, það brosti æfinlega framan í hana og hjalaði, þeg- ar hún stóð hjá vöggunni. Stundum fékk hún að sitja undir því ofurlitla stund, en það hefði oftar en einu sinni getað haft óþægileg eftirköst fyrir Rúnu litlu, ef að mamma á Hóli hefði ekki bætt úr því. Eða hvað hefði hún frænka sagt, ef hún hefði séð blett í bláa flauelskjólnum hennar? Frænka sá hann aldrei, til allrar x hamingju, annars var óvíst að Rúna litla hefði komið að Hóli næsta dag- inn. - Rúnu litlu varð litið heim til sín. Hún var að gá að því, hvort nokk- ur væri í gluggunum, en þar var eng- an að sjá, ekkert annað en blessuð

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.