Ljósberinn


Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 29 svo hringdi hún líitlli silfurbjöllu, sem s,tóð á borðinu. Rétt á eftir var klappað varlega á hurðina, og er frænka hafði kallað: »Kom inn«, var hurðinni lokið upp, og Soffía gekk inn í herbergið. Soffía var einstaklega snotur stúlka, nieð dökk augu, sem æfinlega hlógu, nema þegar hún stóð frammi fyrir hús- nróður sinni, henni frú Steinvöru, syst- Ur sýslumannsins. »Hvar er barnið?« spurði hún um- s,vifalaust, og horfði rannsóknaraugum a Soffíu, semi vafðist tunga um tönn, °g stóð eins og illa gerður hlutur frammi ^yvir hinni ströngu húsmóður sinni. »Eg — sá — hana — rétt áðan •—• hún var — þá hérna — úti á túninu,:< stamaði Soffía. »En hvar er hún nú?« var næsta spurningin. Peirri spurningu átti Soffía erfitt m!eð að svara, vegna þess, að ^ún hafði enga hugmynd um, hvar Kúna litla var niðurkomin. Satt að se?ja hafði Soffía ekki verið að líta eftir Rúnu litlu, heldur að lesa skáld- s°Su, á meðan frú Steinvör svaf mið- úegisblundinn. »Hvar er hún n<íma?« spurði frúin aftur og leit óblíðum augum á Soffíu. »Ætli hún sé — ekki einhversstað- ar hérna úti — á túninu,« sagði Soffía vandræðalega. »Þetta er ekkert svar,« sagði húsmóð- lr hennar. »Þegar ég spyr yður um ^arn, sem þér eruð meðal annars ráðin Þess að líta eftir, þá má ekki minna vera, en að þér getið svarað spurning- um vífilengjulaust. — Hvar er barnið?.« Soffía sá þann kostinn vænstan, að stóinþegja, og húsmóðirin hélt áfram nieð vaxandi ákefð: »beinast í dag áminti ég yður um hetta, Soffía! Ég sagði yður það ber- ega, að ég vildi alls ekki að bróður- úóttir mín legði lag sitt við krakka hér — þeir eru miður góðir félagar fyr- ir barn eins og Rúnu litlu. — — Eg hugsaði, að þér væruð svo viti borin stúlka, Soffía, að þér skilduð annað eins og reynduð að gera eins og yður er sagt. Ég ætlast til þess, að teknar séu til greina. þær reglur, sem ég set, á meðan ég veiti heimili bróður míns forstöðu, — og þá allra helzt, þegar í hlut á einkabarnið hans.« — Frh. Sælir eru miskunnsamir Eftir M. Willer. Kristján litli Ölafsson var ágætis piltur. Móðir hans bláfátæk og rauna- mædd varð að þola ilt atlæti af manni sínurn, sem var mjög drykkfeklur, en mörgum sinnum hlaut hún huggun og uppörfun við það, er elzti sonurinn hennar, hann Kristján, kom til hennar, vafði örmunum um hálsinn á henni og kysti .hana. Drenginn langaði oft til að hug- hreysta hana mömmu sína, en oftast gat hann ekki fundið orð til þess aó lýsa því, sem í hjartanu bjó. Hann reyndi því, í þess stað, að hjálpa henni og vera henni til þægðar í öllu, sem hann gat. Þegar skólatímanum var lokið, þá vann hann í verksmiðju og vann sér inn dáiitla peninga með því móti, og var það mikil hjálp fyrir móðir hans. Faðir hans eyddi öllu, sem hann vann fyrir í svall og drykkjuskap, svo ves- lings kon'an hans; og börnin urðu oft að líða af hungri og kulda þess vegna. Svo bar það við einn daginn, rétt áð- ur en verksmiðjunni var lokað, að Krist- jáni var litið út um gluggann, og sá þá, að uppþot var á götunni úti fyrir. Stór hópur d.rengja elti drukkinn mann, er slangraði eftir götunni, með ópum og óhljóðum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.