Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 1
Hann var fæddur að Hlíðarenda í Fljótshlíð 1583, því að þar hafði faðir hans, Hákon sýslumaður (í Klofa, d. 1608) og- afi hans, Árni sýslumaður Gíslason, búið. Allir kannast við Illíðarenda. Þann garð hafa margir gert frægan. Gísli þótti snemma mannvænlegur og var vel spáð fyrir honum og gekk það eftir. f skóla bar hann af öðr- um piltum við nám og nam ensku og þýzku, auk dönsku og latínu, sem kendar voru í skólanum. Sagt er, að faðir hans hafi látið hann læra ís- lenzku lögbókina (Jónsbók) utan að. Sýslumaður átti hann að verða, að minsta kosti. Gísli var flestum mönnum hærri að vexti, fríður sýnum, hárið gló- bjart, hörundslitur fagur, rjóður var hann og fagureygur, málrómurinn fyrirmannlegur, allra manna kurteis- astur og prúðastur í framgöngu, lít- illátur og glaður í viðmóti, tröll- tryggur og raungóður vinum sínum, og réttlátur í dómum sínum. Þjóð- rækinn var hann og vildi halda ís- lenzk lög, þótt hann væri trúr kon- ungi sínum. — Lögbókar-eintakið hans er til enn, ritað á pappír með miklu skrauti og letrið víða logagylt. Gisli löpajiir Eátoiiarsoi. - ------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.