Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Page 1

Ljósberinn - 25.02.1933, Page 1
Hann var fæddur að Hlíðarenda í Fljótshlíð 1583, því að þar hafði faðir hans, Hákon sýslumaður (í Klofa, d. 1608) og- afi hans, Árni sýslumaður Gíslason, búið. Allir kannast við Illíðarenda. Þann garð hafa margir gert frægan. Gísli þótti snemma mannvænlegur og var vel spáð fyrir honum og gekk það eftir. f skóla bar hann af öðr- um piltum við nám og nam ensku og þýzku, auk dönsku og latínu, sem kendar voru í skólanum. Sagt er, að faðir hans hafi látið hann læra ís- lenzku lögbókina (Jónsbók) utan að. Sýslumaður átti hann að verða, að minsta kosti. Gísli var flestum mönnum hærri að vexti, fríður sýnum, hárið gló- bjart, hörundslitur fagur, rjóður var hann og fagureygur, málrómurinn fyrirmannlegur, allra manna kurteis- astur og prúðastur í framgöngu, lít- illátur og glaður í viðmóti, tröll- tryggur og raungóður vinum sínum, og réttlátur í dómum sínum. Þjóð- rækinn var hann og vildi halda ís- lenzk lög, þótt hann væri trúr kon- ungi sínum. — Lögbókar-eintakið hans er til enn, ritað á pappír með miklu skrauti og letrið víða logagylt. Gisli löpajiir Eátoiiarsoi. - ------

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.