Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 2
34 LJOSBERINN Gísli bjó fyrst í Laugarnesi, en keypti síðan Bræðratungu í Biskupstungum (1617) og bjó þar síðan; hýsti hann bæ sinn stórmannlega, og var einkum orðlagt bæjardyraportið, eða dvraloft- ið af bæjardyrum fram, bygt á stólp- um, er síðar eyddist af skruggueldi. Þá voru lögmenn tveir hér á landi, annar sunnan og austan, en hinn norð- an og vestan, og voru hvortveggja í senn: Yfirdómarar og löggjafar hvor í sínu umdæmi. Gísli var kosinn til lögmanns sunnan og austan á Alþingi 1614 og hélt hann því embætti með miklum veg til dauða- dags (8. febr. 1631). Um þessar mundir gengu embættis- menn þjóðarinnar með mikilli trúar- alvöru að störfum sínum, lögmennirnir ekki sízt, því að þeir áttu einkum að vera: »Sómi Islands, sverð og skjöldur«. Til lögmannskosningar var því vel vandað, að eigi »félli kjör« á aðra en hæfustu og nýtustu menn. Kosningin fór einkar hátíðlega fram. Gísli stýrði einni lögmannskosningu, er Halldór ólafsson, embættisbróðir hans norðan og vestan, var kosinn á Alþingi 1619. Þá ritar hann: »Að gerðri almennri bæn til Guðs, að sá yrði kosinn til þess embættis, sem Guði sjálfum mætti vera til lofs og dýrðar og konungi vorum til vegs og virðingar, en almenning landsins til gagns og nytsemi, þá féll það kjör og hlutur á Halldór Ölafsson, að íslenzk- um lögum.« Með sama hætti hafði hann sjálfur verið kosinn. Biskupar landsins voru báðir viðstaddir þessa athöfn og allir þingmenn aðrir. — Kona Gísla var Margrét Jónsdóttir prests í Görðum; eignuðust þau tvo sonu og tvær dætur og er frá þeim komin mikil ætt og merkileg hér á landi; einhver kaupandi »Ljósberans« getur verið frá þeim kominn, þótt hann viti það ekki. Gísli er fyrsti lögmaðurinn, sem geymst hefir á. mynd til vorra daga; bendir það til þess, að hann hafi verið einhver glæsilegasti höfðingi landsins á sínum tíma. -----*><£><•--- Blessun Guðs. (Sunnudagaskólinn 26. febr. 193S.) Lestu: Mark. 10, 13—16. Minnisvers: Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof. - Matt. 21, 16c. Litlu börnin, sem sagt er frá í text- anum í dag, áttu góðar mömmur. Þær elskuðu börnin sín og vildu þess vegna, að þeim hlotnaðist það bezta, sem til er: blessun Guðs. En hvernig áttu þær að fara að því að verða vissar um, að blessun Guðs hvíldi yfir börnunum þeirra? — Jú, nú f.réttu þær, að Jesús frá Nazaret væri þar í nágrenninu. Þær tóku börnin sér í fang og flýttu sér með þau, eins og þær gátu, til Jesú. Já, þarna var hann! Og lærisveinarnir með honum! Þær flýttu sér ennþá meira. Nú voru þær loksins komnar þang- að, sem Jesús var. Ó, hvað þær hlökk- uðu til að sjá Jesús blessa börnin þeirra! Þær tróðust gegnum mannþyrp- inguna — og komust loksins hér um bil til Jesú. Æ! en þá komu lærisvein- arnir og bönnuðu þeim að koma nær. »Haldið þið að Jesús hafi ekki nóg að gera, þó að þið séuð ekki að tefja hann með þessum hégóma,« sögðu þeir. Jesús heyrði hvað,þeir sögðu og sneri sér að þeim. Hann var alveg hissa á þeim, hvað þeir voru skilningslausir.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.