Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 4
36 LJÖSBERINN Sjáið til, þetta get ég aldrei fengið að lifa upp aftur hér á jörð. Petta færð þú að reyna líka einhverntíma, hræðilega, að einhver af ástvinum þín- um deyr. Líkkistan verður borin út úr húsinu og líkvagninn rennur hægt af stað með hinn sorglega og óskiljan- l«ga farm sinn. Ekkert heimili fær að vera ósnortið af dauðanum alla daga. Hann mun einnig koma við á heimili þínu. Pað mun einnig lokast og teljast til hinna dýrmætu minningi. En nú vil ég jafnframt segja þér annað: Ég átti annan vin, sem varð mér enn kærari eftir að mamma var dáin, og það var frelsari minn. Hann varð ennþá meiri fyrir það, að hann var líka frelsari mömmu. Hann hafði sjálfur annast um, að móðir hans kæmist í himininn, og þá gat ég verið öruggur um það, að ef nokkur skildi sorg' mína, þá væri það sonur Maríu. En þetta alt hefi ég- nú skrifað til þess, að þú gætir lært að meta hana mömmu þína meira og betur á meðan þú hefir hana hjá þér. Ert þú nær- gætinn og' góður við hana mömmu þína? Gefur þú henni stundum blóm? Skrif- ar þú henni oft, þegar þú dvelur fjar- vistum við. hana? Læðist þú stundum til hennar og rænir hana kossi? — Ó, gættu þess, að það er alt of seint að ganga út í kirkjugarðinn og gráta þar við leiðið .hennar! Sj. Fjisti skóindasíui'. Maiunia: »Hvernig þótti þér nú að vera í skólanum, óli minn?« óli: »Ég læt nú skólann vera, en ég er ósköp hræddur um að kennarinn viti ekki mikið.« Mamma: »Af hverju heldur þú það?« óli: Hann var alltaf að spyrja okkur börn- in að öllum sköpuðum hlutum.« 4 Lítil mey með Ijósa brá leikföng á sér mörg og smá, brúðu í fvnum blúndukjól, bangsa og lítinn körfustól. Og margt,, sem gott og gagnlegt er geymir hún svo vel hjá sér, saumakórfu og silkiband og sögubók um fsaland. Hún á barnsi'fl.s blíðu lund og bros um vanga hverja stund, oft hún syngur indœl Ijóð, elsku litla stúlkan góð. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti. ............. \}i" BARNALJÓÐ .............. Tveir Yegir. Kæru börn! Veitið athygli myndinni á næstu síðu. Hvað sýnir hún ykkur? Hún sýn- ir ykkur tvo vegi. Hvorn veginn viljið þið ganga? Lítið á saklausa drenginn, sem er að leggja út í lífið. Velji hann réttu leiðina, temji hann sér guðsótta og' góða siou, neyti hvorki víns né tó- baks, sé sannorður, trúr og hlýðinn, foreldrum og kennurum, þá byrjar hann vel og verður gæfumaður (sjá: »Rétta leiðin«), en temji hann sér ó- hlýðni, óorðheldni, neyti áfengis og tó- baks, þá býður hver syndin annari heim (sjá: »Ranga leiðin«). Berið sam- an tvær síðustu myndirnar. Hvílíkur munur! - I Guðs nafni, kæru börn, veljið rétta veginn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.