Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN að hann bróðir hennar skyldi geta þolað þetta kofaskrifli svo að seg'ja fast við húsvegginn hjá sér? Hún hafði oft talað um það við hann, en svarið altaf verið hið sama hjá hon- um: »Hvað ætli ég geti verið að hrekja þau burt!« Prænka áleit að þau gætu fengið rniklu betra húsrúm annarsstaðar, og benti bróður sínum á það, en hann sagðist ekki mundi ganga á bak orða sinna við þau, þarna vildu þau helst vera og í kofanum máttu þau hýrast, a meðan þau óskuðu þess sjálf. Prænka varð aldrei sérlega hýr á svip- ]nn, þegar hún fór að hugsa um sérvizk- una í gömlu hjónunum, og nú var hún komin alla leið heim að húsdyrum þeirra! Og þegar hún stóð hjá torf- veggnum og horfði á dyrnar, sem virt- ust altof lágar til þess að hún kæmist lr)n um þær með ptóra hattinn sinn kannst henni það hreint og beint hneyksli að láta kofann standa þarna 'íog'inum lengur. Og hingað vildi Rúna litla fyrir hvern uiun fara! Bæjardyrahurðin var opin, og sýslu- fnannssystirin gægðist inn fyrir. övíst Vav að hurðarskríflið þyldi að hún dræpi að dyrum, það marraði í hjör- unum, er hún ýtti henni inn. Hún tylti íætinum á rakt moldargólfið í fordyri gamla hússins, sem var algerlega full- skipað, er frænka var komin inn í það. Og svo drap hún að innri dyrunum. Gamla konan, sem kom til dyra, varð f'eimin, þegar hún sá hver kominn var, °8' hneigði sig djúpt umleiðoghún sagði: >;>Komið þér sælar og blessaðar. Þér uiunuð vera systir sýslumannsins, sem Vlð eigum svo mikið að þakka, — má bjóða yður inn í hreysið? Ég veit, að |lann Jóakím minn langar til að taka 1 hendina á yður. -— Gerið þér svo vel. Það er auðvitað ekki boðlegt fyrir svona 39 fólk, en ef þér líkist öðlingnum lionum bróður yðar, þá takið þér ekki til þess. Varið þér yður, dyrnar eru svo lágar.« Jóakím hallaðist upp að herðadýnu í rúmi hjá glugganum. Hærurnar féllu honum silfurhvítar um háls og herðar; í sólarbirtunni voru þær eins og geisla- baugur um höfuð gamla mannsins, og varpaði einskonar helgihlæ á ásjónu hans. ' »Það er systir sýslumannsins okkar, sem komin er!« hrópaði Oddný í eyra hans. »Þau eru lík í því sem gott er, hún er nú komin blessuð manneskjan, til þess að heilsa upp á okkur gömlu skörin, í gamla húsinu.« »Veri hún velkomin í Drottins nafni,« sagði Jóakím hátíðlega og rétti fram hvíta, titrandi hönd. »Hann er blindur, auminginn,« hvísl- aði Oddný að frænku. Frænka tók í hönd gamla mannsins með glófaklæddri hönd. »Sælar og blessaðar,« sagði .Jóakím. »Það er gleðiefni fyrir okkur, að þér gangið undir okkar þak.« Oddný kom með stól og setti hann hjá rúminu, strauk vandlega af hon- um með lófanum og bauð frænku til sætis; hún færðist undan, en tylti sér þó á stólinn. »Ég var nú eiginlega að líta eftir henni Rúnu litlu, bróðuraóttui' minni.« »Blessuðum litla ljósálfinum, sem er stundum að hoppa hérna um túnið,« sagði Oddný brosandi. »Undur er hún indæl! Oft hefir mig langað til að kalla á hana og stinga upp í hana sykur- mola. Börn eru altaf börn. Og ekkert er jafn elskulegt og börnin, þegar þau eru góð. — Er hún nú eina barnið hans?« »Já,« svaraði frænka. »Og hann er ekkjumaður! Furða er þó hann hafi dálæti á barninu. Það er líka auðséð á öllu, að hann lætur sér

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.