Ljósberinn


Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 2
42 LJÖSBERINN ef kennarar og' piltar sýndu honum mótþróa, og' sáu þeir sér brátt þann kost vænstan, að láta alt Jiggja í hans skauti. Sagði biskup, að þeir, sem ekki lærðu að hlýða, yrðu óhæfir til áð stjórna. Hann var ekki síður siðavand- ur við presta sína, enda var hann sjálf- ur fyrirmynd í allri siðprýði. I öllu lýsti sér metnaður hans og þjóðrækni. Hann vildi veita þjóðinni sinni uppeldi í öllum greinum með lær- dómi sínum og stjórnsemi og hefja hana úr niðurlægingu. Brynjólfur biskup> dó 5. ágúst 1675, eftir 35 ára langa og afreksmikla em- bættisþjónustu. Brynjólfi biskupi er svo lýst, að hann hafi verið hinn kennimannlegasti, með hærri mönnum að vöxt og þrekinn og karlmannlegur, raustin röggsamleg. Lít- illátur og ljúfur í viðmóti, einlægur og tryggur vinur og guðrækinn trúmaður og lét halda bænir í kirkjunni kvölds og morgna. Hann dó fyrir oss. (Sunnudagaskólinn 5. marz 1933). Texti: Mark. 10, 32—34. Minnisvers: Enginn tekur það frá mér, heidur legg ég það sjálfviljuglega í sölurnar. Nú er fastan byrjuð. Það er sá tími sem okkur er sérstaklega ætlaður til þess að hugsa um pínu og dauða Jesú. Við þurfum að lesa með íhugun frá- sögur guðspjallanna um þessa undur- samlegu atburði. Fylgja honum í anda, þegar hann gengur út í grasgarðinn, Getsemane. Þar fellur hann fram á ásjónu sína og biður til föður síns á himnum. Syndabyrði heimsins lá svo þungt á honum, að sveiti hans varð sem blóðdropar, er féllu á jörðina. Þá kom engill af himni til þess að styrkja hann. Þegar hann var staðinn upp frá bæn- M Vnrðvelltii œskugleðliin og snklcysi lijui'ta þíns. "l: » Vnrastu Ijóta og ósiðlega leiki. * Tenidu þír hreint og t'agurt orðbragð. (íiiðnin Jóhannsð. frá Brautnrli. inni kemur hópur vopnaðra manna, sendir út af óvinum hans, til þess að taka hann höndum. Jesús gengur þá á móti flokknum og spyr þá: Að hverj- um leitið þér. Og þeir svöruðu: Að Jesú frá Nazaret. Þá sagði Jesús: Jeg er hann. Þá hopaði allur flokkurinn hæl og þeir féllu til jarðar. Þá gekk Jesús nær þeim og spurði þá aftur, þá risu þeir upp og tóku Jesúm höndum og bundu hann. Þannig gaf hann sig sjálf- viljuglega á vald þeirra. Því hann vildi leggja líf sitt í sölurnar til þess ao frelsa mennina, til þess að frelsa mig og þig. I Getsemane byrjaði þrautaganga Jesú. Reynum að fylgja honum þaðan til Gabbata þar, sem Pílatus kveður upp dauðadóminn yfir honum. Og það- an ber hann krossinn til Golgata. Þar var krossinn reistur og Jesús negldur á hann. Síðan Jesús dó á, krossinum er krossinn hið helga merki kristinna manna. Undir því merki skulum við berjast góðri baráttu á móti öllu illu. Einungis undir því merki, fyrir kraft hins krossfesta frelsara, munum vér sigra. Y.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.