Ljósberinn


Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 47 Kongsdótturin og hundurinn hennar. Einu sinni var kongsdóttir. yndisleg °g fögur, hún hét Rósa. Hún átti eng- an leikbróðir og enga leiksystir, en hún átti lítinn, fallegan hund, sem Kvikur hét, og við hann lék hún sér. Kongsdóttirin bjó í turni einum niiklum við sjó fram. Turninn var um- kringdur af háum múr, sem á voru einar litlar dyr, og að þeim dyrum geymdi drotningin lykilinn. En í kring nm turnin, innan við múrinn var dá- lítill blómagarður. Enginn kom til kongsdótturinnar nnnar en drotningin, hún sá enga mann- eskju aðra en þjónustustúlkuna sína. Þessar einkennilegu ráðstafanir hafði drotningin gert vegna þess, að spámenn nokkrir höfðu spáð því, að ef kongs- dótturinnar yrði ekki gætt á þennan hátt há mundi hún verða orsök þess, að tveir bræður hennar kæmust í alvarlega lífs- hættu. En svo andaðist drotningin og bræð- nrnir sögðu hver við annan: »Það er sorglegt að elsku systir okk- an er svona einangruð í þessum leiðin- ^e&a turni. Við skulum taka hana það- an og hafa hana í höllinni hjá okkur °S' við skulum vera eins góðir við hana °g við getum. Þessa spádóma er ekk- ert að marka. En hvað Rósa varð glöð, þegar bræð- Ur hennar komu og leystu hana úr bessu leiðinlega fangelsi. Á leiðinni til hallarinnar kom hún auga á fallegan Páfugl.. »Hvað heitir þessi fallegi fugl,« spuroi hún. »Ég vil aldrei gifta mig öðrum en konungi páfuglanna.« Bræður hennar hlóu dátt að þessu. En þegar tímar liðu, og kongssynir komu úr fjarlægum löndum að biðja hennar, var alt af sama svarið, að hún ætlaði ekki að giftast öðrum en kon- ungi páfuglanna. Og svo kom að því að bræðurnir sögðu: »Við verðum víst að takast ferð á hendur til fjarlægra landa, að leita að konungi páfuglanna, máske hann vilji kvongast systur okkar.« Svo kvöddust systkinin með miklum kærleikum. Bræðurnii- höfðu með sér mynd af systur sinni, og svo sigldu þeir á brott úr ríki sínu og fóru víða um lönd og höf. Um síðir komu þeir að landi, þar sem þeir sáu páfugla hvar- vetna, hvar sem þeir fóru um. »Hér erum við vafalaust komnir : ríki páfuglanna.« sögðu þeir, og þetta var alveg rétt. Þeir komu að hinni dýrð- legu höll kongsins og þegar hann heyrði um erindi þeirra og sá myndina af kongsdóttir, þá vildi hann einmitt fá hana fyrir konu. Nú var gert út skip eftir kongsdótt- ir og steig hún um borð með Kvik sinn með sér. Með skipstjóranum var kona hans og dóttir. Nótt eina á leiðinni tóku þau öll ráð sín saman. Þau klæddu kongs- dóttirina úr fötum sínum og færðu dóttur sína í þau, en kongsdóttur klæddu þau í föt dóttur sinnar. Svo

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.