Ljósberinn


Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 8
48 LJÓSBERINN settu þau kpngsóttur cg Kvik í lítinr. bát og héldu svo áfram ferðinni. Pau ætluðu svo að seg'ja kcngi i áfuglanna, að dóttir þeirra væri kongsdóttirin, en hún var næstum herfa að ásýndum. Frh. Framhald frá hls. U6: Maðurinn leit til hans háðslega 02; sagði: »0, hafa þeir nú náð tökum á þér!« Þá sá maðurinn blika á tár í auga drengsins og lét þá tilleiðast, rétti fram fæturna og lét drenginn bursta skóna. Mörgum árum síðar, sat skóburstar- inn sami í kirkju, þá orðinn fullorðinn maður, og hlustaði á ræðu prédikara. Presturinn sagði meðal annars frá sínu fyrra lífi, að hann hefði verið fjar- lægur Guði. En jóladagsmorgun einn hefði barnslegur vitnisburður lítils skó- burstara fengið sig til að fara að hugsa um Guð og sál sína. Síðan sagði hann frá framanrituðu atviki. »Með þessu móti náði Guð tökum á hjarta mínu og gerði mig að nýjum manni,« mælti hann að endingu. -----<*«**—--- Kin al' fyrstu vísum .Túnasor Hallg'rfmssonai': í fjósiö er svo furðu langt, fœ ég varla ofan i mig; æi, lífið er svo svangt, en enginn étur sjálfan sig'. Innhelmt verður fyrir 1. ársfjórðung nú um næstu helgi. Þá hafa drengirnir, sem bera blaðið, með .sér kvittun fyrir fyrsta ársfjórðung. Mikið kæmi sér vel, ef innborgunin gengi greiðlega. Kæri kaupandi! Getur þú haft kr. 1,25 til reiðu handa drengnum, þegar hann kemur með blaðið næst? Þú hjálpaðir Ljósberanum mikið með því. P * Irójlsihr sltemtn. « H.iálpin liennar íiiöinmu. Ella litla var að hjálpa mömmu sinni að búa til matinn. Þurfti þá mamma hennar að bregða sér frá dálitla stund og bað Ellu að sjóða 5 egg á meban. Þegar hún kom aft- ur, hafði hún soðið eggin 25 mínútur. »Hvers vegna gerðirðu þetta?<-< spurði móðir hennar. »Þú hefir sagt mér, að það eigi að sjóða egg 1 5 mínútur. Og þegar eggin .voru nú 5, þá hélt ég að sjálfsagt væri að sjóða þau í 25 mínútur,« sagði Ella. Blaðra á loftferðalagi. Mörg börn kannast við þunnu og léttu marglitu blöðrurnar, sem hafðar eru að leik- fangi, einkum í kaupstöðum. Ef þær eru fylt- ar léttu loftefni, geta þær borist hátt í loft upp og farið langar leiðir yfir lönd og höf. Þýzkur kaupmaður gerði það að gamni sínu, að hann festi nafnspjald sitt með heimilis- fangi við eina slíka blöðru og bað finnand- ann að gera sér viðvart og láta sig vita, hvar hún fyndist. Eftir nokkurn tíma fékk hann nafnspjaldið endursent. Hafði blaðran kom- ið niður á skip, sem var á ferðalagi við strendur Suður-Afríku! Svo víðförul hafði hún orðið. Fögur mlnningaroi'ð. f bakkahalla i gömlum kirkjugarði rnóti sól og suðri var barnsleiði undir stóru eski- tré. Öllum var auðsætt af stærð leiðisins, að þar hafði barn verið lagt til síðasta svefns. Ofurlítill kross stóð á leiðinu og á hann voru höggvin þessi orð: ÞEG- AR VIÐ VORUM MEÐ HENNI, ÞA ATT- UM VIÐ HÆGRA MEÐ AÐ VERA GóÐ. Væri ekki gott, ungu vinir, ef hægt væri að segja þetta um okkur, þegar við erum komin undir græna torfu? PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.