Ljósberinn


Ljósberinn - 11.03.1933, Síða 1

Ljósberinn - 11.03.1933, Síða 1
Þorlákur Skúlason. (1597—1656) Svo hét dóttursonur Guðbrandar bisk- «Ps, sá sem tók við biskupsdómi á Hól- uni eftir hann. Porlákur ólst upp með móðurföður sínum alt frá bernskuárum, gekk ung- ur á Hólaskóla, sigldi síðan til háskóans og var þar þrjú ár að námi, gerðist síðan skólameistari við Hólaskóla um hríð. Afi hans vígði hann til prests þeg- ar hann hafði sjö um tvítugt. Við prest- embætti tók hann þó aldrei, heldur var kosinn til biskups 1627. Skipaði hann það sæti með sæmd, þó að eigi væri hann jafnoki afa síns. Var hann hið mesta ljúfmenni, og ávann sér brátt vinsældir af háum og lág- um. — Heimilisguðrækni landsmanna vildi hann efla og í því skyni þýddi hann og gaf út þýzkar guðræknisbækur, og lét einn af prestum sínum, sálmaskáldið Sigurð Jónsson á Presthólum snúa þeim öllum í sáima, til þess að menn festu efnið betur í minni og gæti sungið það. Honum var líka mikið áhuga- mál að námgjörnum skólapilt- um gæfist færi á að sigla til hásltólans til frekara náms og frama, eins og liann hafði sjálf- ur gert og stofnaði til gjafa- sjóðs í því skyni.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.