Ljósberinn


Ljósberinn - 11.03.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 11.03.1933, Blaðsíða 4
52 LJOSBERINN »Ég' var að segja henni frá henni Diddu litlu,« svaraði Oddný. »Og sýna henni myndirnar, sem við eig'um af henni.« »Æ, því varstu að því, Oddný mín?« spurði Jóakím raunamæddur. »Við ætt- um ekki að tala um hana við neinn, nema föðurinn okkar á himnum.« »Já, en þú seg'ir nú stundum, góði minn, að hann noti góða menn okkur til hjálpar. Veiztu nema hann hafi einmitt sent þessa konu, frúna systur sýslumannsins, okkur til hjálpar i þessu efni, sem hefir verið okkar mesta sorg.« Jóakím hristi höfuðið efablandinn. »Diddu litlu sé ég' ekki framar i þessu lífi,« sagði hann stillilega. »Því miður er ég ósköp vonlítil um það líka, Jóakím minn,« sagði Oddný og' tylti sér á rúmstokkinn hjá honum. »En samt á ég' bágt með að sleppa voninni alveg.« »En hvernig getur þér dottið það i hug', Oddný mín, að frúin, sem kom hérna í dag geti gert nokkurn skapað- an hlut-------« Jóakim þagnaði í miðju kafi, því að Oddný greip fra,m í fyrir honum. »Til þess að hafa upp á Diddu? Ekki væri það alveg óhugsanlegt, Jóakim minn.« sagði hún og' var fljótmælt. »Hún sem hefir farið svo víðá og verið ytra svo á.rum skiftir. Ég held að hún þekki veröldina ofurlítið meira en við, sem alt- af höfum setið á sömu þúfunni! —« »En þó það!« sagði Jóakim. í hálfgerð- um gremjuróm. »Hvað ætli hún viti um barnið okkar fyrir því, og hvað ætli hún kæri sig um að vita um það!« »Mér heyrðist nú einmitt að hana langaði til þess,« sagði Oddný, en garnh maðurinn greip óðara fram í fyrir henni: »Já, af eintómri forvitni, auðvitað!« sagði hann háðslega. »Segðu nú ekki þetta, Jóakim minn!« sagði Oddný og' klappaði á vangann á manni sínum. »Ég veit að sönnu að þér fellur illa að tala um Diddu okkar við ókunnuga, en ef að hún kynni að geta lesið eitthvað það út úr bréfunum barnsins, sem kynni að gefa okkur vís- bendingar um — um —« »Um hvað hefir orðið af henni?« tók Jóakim til máls. »Já, einmitt um það,« svaraði Odd- ný. Þess vegna langar mig til að hún lesi bréfin. Hún skilur þau kannske betur en við.« Jóakim hristi höfuðið. »Blessað barn ertu altaf, Oddný mín,« sag'ði hann góðlátlega og brosti við. »Hvað ætli þýði að sýna henni bréf- in? Hvern varðar um bréfin hennar Diddu okkar? Auminginn! Hún ætlað- ist víst aldrei til að aðrir sæju þau en pabbi og mamma! Pabbi og mamma sem ekkert gátu liðsint henni þegar hún þurfti mest á því að halda!« Það var gráthljóð í rödd gamla manns- ins; Oddný tók hönd hans þegjandi, og þannig sátu þau um hríð og héldust í hendur, en tárin í augum þeirra túlk- uðu það sem í huganum bjó. -— »Á ég þá ekki að þiggja tilboð henn- ar?« spurði Oddný því næst. »Því ræður þú sjálf, Oddný mín,« svaraði maður hennar með hægð. »Ef þér er einhver léttir í því, að f.rúin lesi bréfin, þá vil ég ekki koma í veg fyrir það, enda þótt ég hafi enga trú á því, að það beri árangur.« Frú Steinvör stikaði stórum og stefndi að Hóli. Hún hafði aldrei komið þar og þótti í rauninni furðu sæta, að hún var á leiðinni þangað. Frænka vandi yfir höfuð ekki komur sínar á heimilin í kaupstaðnum, allra sízt á minniháttar heimilin svokölluðu. Hún virti húsið fyrir sér álengdar. Það var lítið og óásjálegt að öllu leyti, enda af vanefn-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.