Ljósberinn


Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 59 — Og svo skapaði Guð manninn í sinni mynd. Pað er að segja: Hann skapaði okkur þannig, að við gætum lært að Hfa í samfélagi við hann í trú og bæn. Það geta engar aðrar skapaðar skepn- ur á jörðunni, og þar í er fólginn hinn mikli munur milli manna og dýra. Við getum verið með dýrunum, um- gengist þau og þau orðið okkur til mik- illar ánægju, t. d. hundar og hestar, kýr og kindur; og það er ótrúlegt, hve mikið er hægt að kenna þeim. En að trúa á Guð og biðja hann —• það getum við aldrei kent þeim. Það geta aðeins mennirriir lært. Dýrin geta að vísu lært að biðja, en þau biðja aðeins okkur, mennina. Eg átti einu sinni hund, sem hét Hreimur. Hann sat æfinlega hjá mér, meðan ég var að borða matinn minn, og við hvern einasta bita, sem ég tók, bað hann mig og sárbændi, bæði með augunum og munninum: »Ö, gef mér nú ofurlítinn bita!« Með mikilli fyrirhöfn tókst mér líka að kenna rionum ýmsar listir. En trúa á Guð — það gat hann auðvitað ekki lært. Þið vitið, að hesturinn er hyggin skepna. Já, hann er oft hygnari en eig- andi hans. Eg hefi oft vitað menn drekka frá sér vitið; en það hefi ég aldrei séð hest gera. Svo heimskur er enginn hestur! Þegar ég var prestur i Seljadal, átti óg brúnan klár, sem mér þótti mjög vænt um. Það var góður gripur og þægur, skal óg segja ykkur. Hann hafði aldrei nein rimyrði um að aka mér, þó hann yrði að gera það því nær daglega. Auðvit- að gat hann ekki talað —: bara snörlað rámri röddu: »hne — hne — hne«, — er> ég skildi altaf hvað hann meinti. Þegar búið var að beita, honum fyrir vagninn og ég kom ferðbúinn, leit hann til mín og snörlaði: »hne — hne — hne«. Og hvað haldið þið að hann hafi vilj- að þá? Eg vissi það vel: »Gef mér syk- urmolak og auðvitað fékk hann mol- ann. — Og hve skynugur hann var! Hann vissi það, að ég var enginn ökumaður, og þess vegna gekk hann alveg eins jafnt og örugglega, þó að ég legði taum- inn um hálsinn á mér og færi að lesa í bók.------- Og þegar við vorum komnir á kirkju- staðinn og búið var að láta Brún inn, kom ég stundum til hans, áður en ég fór í kirkjuna, klappaði honum á vang- ann og sagði: »Líði þér nú vel vig hafr- ana þína, nú fer ég í kirkju.« »Hne — hne — hne«, snörlaði hann, og það var sama sem hann segði: »Eg þakka, þakka, þakka!« — Og svo leið okkur vel, hvorum á sínum stað: mér í kirkjunni, honum í hesthúsinu. — En hvað hefði Brúnn átt að gera í kirkju? Ekki gat hann lært að syngja sálma eða biðja bænir, né heldur að trúa á Guð, eins og við. Og nú eru þetta orðin, sem ég bið ykkur að læra í dag, kæru börn: Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði ykkur, til þess að þið skylduð verða elskuleg börn hans. Þess .vegna voruð þið líka sem smábörn gef- in Jesú; og nú skuluð þið læra af hon- um að trúa á Guð, ykkar algóða Föður á himnum. Annars verðið þið lík dýr- unum, en ekki eins og Guð ætlast til að þið verðið. Sá maður, sem ekki trúir á Guð, hann er líkastur því, sem hann væri fatlað- ur. Það er hvorki fótur né hönd, sem hann vantar, heldur hefir hann glatað því mesta og besta, sem hann gat átt: barnarétti sínum á himnum. Það er vegsemd okkar, kæru börn,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.