Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 1
Steinn Jónsson.
(f. 1660, d. 1739)
Hann vár-'biskup á Hólum frá 1710
—1739. Enginn var hann atkvæðamað-
ur í biskupsdómi sínum. Hann var hóg-
vær að eðlisfari og góðlátlegur, en eng-
inn skörungur í neinu tilliti. Hann
reyndist því ekki maður til að reisa
biskupsstólinn úr þeirri niðurlægingu,
sem hann var kominn í, bæði andlega
og veraldlega. Viljinn var að sönnu góð-
ur, en hann vantaði kraftinn til
að framkvæma. Hann þýddi bibl-
íuna að nýju eftir þáverandi bibl-
íuþýðingu Dana og lét prenta
hana í Hólaprentsmiðju. En hann
var enginn Guðbrandur biskup.
Þýðingin var illa gerð og eftir því
fór ytri frágangur. Svo fór, að
enginn vildi eiga hana, heldur
var hin endurskoðaða biblía Þor-
láks biskups Skúlasonar endur-
prentuð. Biskup fékst líka tals-
vert við sálmakveðskap (Upp-
risusálmar, 40); en honum var
ónýtt að keppa við Hallgrím Pét-
ursson. En fáeinir sálmar hans
slæddust þó breyttir inn í seinni
sálmabækur, þar á meðal nr. 433
í núverandi sálmabók.