Ljósberinn


Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 2
66 LJÖSBERINN Dýrð hans. (Sunnudagaskólinn 26. marz 1933) Texti: Mark. 9, 2—8. Minnisvers: Jóh. 1, 14 b. Sástu dýrð hans. Nei. En Jóhannes sá dýrð hans. Pétur og Jakob líka. Hvernig var hún. Hún var eins og dýrð eingetins sonar frá föður, eins og dýrð guðssonar. Fötin hans breyttust, urðu hvítari en alt, sem hvítt er. Pétur varð alveg utan við sig. Þá kom Guð sjálfur. Þeir sáu hann ekki, en heyrðu til hans. Hann sagði þeim, að Jesús væri sonur sinn. Var það ekki gleðilegt fyrir Jesúm, að Guð skyldi segja þetta? En hvað var það fyrir læri- sveinana? Pétur hafði ávítað Jesú fyr- ir orð hans nokkrum dögum áður. En nú kom Guð og sagði: »Hlýðið á hann.« Hlustið á Jesúm! Hann segir margt fagurt. Og það sem mest er um vert. Orð hans eru líf. »Sá sem heyrir orð mín og trúir þeim sem sendi mig, hef- ir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir stigið yfir frá dauðanum til lífsins.« Það borgar sig að hluta á Jesú. Það er hvorki meira né minna en það, að sá sem það gerir, getur ekki dáið. Þó að líkaminn deyi, deyr hann ekki samt. Hann skiftir aðeins um sæti. Er það ekki dýrðlegt? Þetta sáu þrír menn: Pétur, Jakob og Jóhannes. En þetta fær hver ein- asti maður, sem trúir á frelsarann, að. sjá. Þú líka. Meira en það. Þú færð að vera um alla eilííð hjá Jesú. En heyrirðu orð hans? »Syndga þú ekki framar.« Orð hans eru líf, ef þú trúir. Hlustum, trúum og lifum. -----•>«><•------ Ibúar Lundúnaborgar eru nú um 8 miljðn- ir, en voru 150 þúsund fyrir 300 árum. Barn til móður. Mín ástfólgna móðir, þú íslenzka þjóð, þú ert nú sem stendur á fallhœttri slóð. Þá fölnar þnn œska og dvínar þín dáð, ef Drotni þú liafnar og allri hans náð. Því gef ég þér, móðir, mig allan í arf; þú átt, vegna Drottins, mitt líf og mitt starf; sem mustarðskorn er það í augum mér nú, en upp mun það koma, sem sáð er í trú. Vonglaður sáðmaður vakir og sefur, vöxt og afl himininn sœðinu gefur. B. J. ----*XS>^------ Friileitiir oj slptu. | Alirif ving-jarnlegra orða. Kntur sjómaður gekk eftir götú. Sá hann þá gamla konu, sem bar mjólkurkrukku. Hon- um datt í hug að striða henni dálítið. Um leið' og hann gekk frani hjá henni, rak haim olnbogann I krukkuna, svo að hún datt niður og brotnaði. Hann hélt nú að konan mundi verða vond og skamma sig, en í stað þess fór hún að tína upp brotin og sagði vingjarn- lega, en þó alvarlega, við sjómanninn: »Guð fyrirgefi þér syndir þínar jafn fúslega og ég fyrirgef þér að þú gerðir mér mein.« Hann iðraðist þess, sem liann haði gert, fékk gömlu' konunni peninga og lofaði að gera þetta aldr- ei oftar. Afi: »Hvers vegna horfirðu svona mikið á mig, Mangi minn? Er ekki andlitiö á mér i góðu lagi?« Mangi: »Nei, það er orðið svo hrukkótt, að þú ættir að biðja hana mömmu að bera á það pressujárnið sitt.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.