Ljósberinn


Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 3
67 LJÖSBERINN Lotta stóð nærri því á öndinni af hlátri, á meðan hún var að koma Rúnu í buxurnar hans Pésa, og troða henni í peysugarminn hans, sem var mikils til of þröngur á, hana. Hún hló þá svo dátt, að undir tók í öllu húsinu. »A1—dr—ei á æfi mi—inni hef—i ég séð aðr—a —■ eins — fí—g—úru,« stam- aði hún á milli hláturskviðanna, »nei — - R—úna — ef þ—ú —- sæ—ir sjálfa þig!-----« Rúna leit þá í spegilinn og sá þar raynd sína, sem óneitanlega var all- brosleg, enda hló hún hjartanlega Lottu til samlætis. Reyndar þótti henni nóg 11 m, þegar Lotta kom með g'úmmístíg- vélin hans Pésa, til þess að færa hana * þau; því henni ofbauð hvað þau voru éhrein, en Lotta sagði að þau væru al- Veg' ómissandi, úr því hún væri á ann- að borð að fara v strákaföt. Rúna litla lét það þá svo vera, en hún var þó ekki Sem ánægðust með fótabragðið á sér, Þeg'ar henni varð litið á kámugu stíg- Velin hans Pésa, og ósjálfrátt hugsaði hún til frænku sinnar. — Hvað mundi hún segja ef hún væri homin og sæi bróðurdóttur sínar í þess- Ura búning? Það fór allra snöggvast Wiotageigur um Rúnu litlu, þegar þess- ari hugsun brá fyrir, en hún huggaði sJalfa sig brátt, fullviss um, að alls eng'- llr hætta væri á, því að frænka henn- ar sæi hana í görmunum hans Pésa. Lotta lagði smiðshöggið á starfa sinn með því, að troða prjónahúfutetri á höfðið á Rúnu. Húfan huldi gyltu lokk- ana alveg, og andlitið að miklu leyti, svo að jafnvel kunnugir hefðu tæplega getað áttað sig' á því að litli snáðinn með stóru prjónahúfuna, væri hún Rúna litla dóttir sýslumannsins. Lotta þótt- ist afa leyst starfið mjög vel af hendi, og var hin hróðugasta. »Bara að ég gæti komið með ykkur,« sagði hún, »til þess að sjá hvernig Ellu verður við!« En þá ánægju gat Lotta ekki veitt sér, vegna þess að litla barnið hafði vaknað við hávaðann og skvaldrið í börnunum, og grét nú sem ákafast í vöggunni sinni. Lotta reyndi til að hugga barnið og láta það hætta að gráta; mamma hennar lagði jafnan ríkt á við hana um að gæta litlu syst- ur sinnar vel. Lotta var fús til þess, henni þótti svo undur vænt um systur sína. En að þessu sinni var það nærri því ofraun fyrir Lottu að verða eftir hjá henni, á meðan Rúna og Pési brugðu sér út í Hólskot til hennar Ellu. Ætli það verði annars' ekki óhætt að fara með þeim? Lotta leit á barnið, og hún leit á þau Rúnu og Pésa, sem stóðu hvert við hlið- ina á öðru, jafn hátíðleg í bragði og ættu þau að sýna sig á leiksviði frammi fyrir fjölda áhorfenda. Lottu fanst

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.