Ljósberinn


Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 4
68 LJÖSBERINN frei.stingin býsna þung, og' sárnaði það æ meir að verða að fara á, mis við gamanið sem beið þeirra í Hólskoti. En litla barnið tók ekkert tillit til þess þó Lottu langaði út í Hólskot. Pað grét hástöfum og heimtaði vægðarlaust pelann sinn, er því miður var ekki í sem beztu lagi, sökum þess að Lotta hafði látið hann eins og sitthvað fleira sitja á hakanum, því þó Lotta væri yfir höfuð bezta stúlka, hætti henni samt sem áður við að gleyma skylduverkunum, þegar leikirnir voru annars vegar. Og að þessu sinni hafði hún vanrækt ým- isleg störf, sem mamma hennar fól henni á hendur að Ijúka við, áður en hún kæmi heim frá vinnunni. Á eldhús- borðinu voru enn þá óþvegin matarí- lát frá miðdegis-verðinum og barna- fötin voru óþvegin, sömuleiðis eldhús- gólfið, því Lotta hafði hugsað sem svo, að hún gæti gert þetta alt saman seinna. Hún þreif nú litla barnið upp úr vöggunni og hentist með það í fanginu fram og aftur um gólfið, í þeirri von, að með því tækist bezt að sefa grát þess, því tækist það var Lotta ekki öld- ungis vonlaus um að hún gæti skotist sem allra snöggvast, aðeins örfá augna- blik, út að Hólskoti. Það var örlítill spölur þangað, hún gat komið svo að segja á sömu stund aftur. En barnið hélt áfram að gráta, hvern- ig sem Lotta hossaði því, iog loks sagði Pési að hann biði ekki lengur eftir henni. Veslings Lotta varð því að láta sér nægja að horfa á eftir Rúnu og Pésa. á meðan hún gat séð til þeirra. Og vissulega var gaman að sjá þau! Pétur spígsporaði hnakkakertur og' hróðugur á svipinn, eins og hann fyndi töluvert til sín, og Rúna litla átti fult í fangi með að fylg'ja honum eftir í gúmmístígvélunum, sem hún kunni svo illa við, af því að hún var óvön að hafa þess háttar skófatnað á fótunum. Hvernig ætli henni Ellu verði við, þegar þessir gestir koma til hennar? Lottu er sem hún sjái hana, þegar Pési vindur sér inn á gólfið með Rúnu í eftirdragi svona til fara! Ö, hvað það hefði verið gaman að sjá það! Og Lotta veltist um í hlátri. En skyndilega hættir Lotta að hlæja, og verður há-alvarleg á svipinn. Hvað sér hún út um gluggann? Hún trúir því reyndar tæplega, og heldur að það hljóti að vera missýning, en hún sér ekki betur, en að það sé hún frú Steinvör, frænka hennar Rúnu, sem kemur labbandi heim hlaðið! Lotta heldur niðri í sér andanum. Hvað á hún nú að taka til bragðs? Hvað á hún að segja, þegar spurt verð- ur um Rúnu? Því vitanlega spyr frúin um Rúnu. Rétt á eftir er drepið harkalega að dyrum. Frh. BARNALJÓÐ Ljósliœrð og lítil mey leikur sér uvi græna hjalla, klifrar yfir klettastalla, af veröldinni veit hún ei. Syngjandi, góð og glöð gengur um húsið inni, margt hjálpar mömmu sinni, alt sé í reglu og röð. Kvöldsins er kemur húm, hvíslandi lújótt hún biður: »Drottinn, þín dýrð og friður signi mig, sceng og rúm.'« Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.