Ljósberinn


Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 25.03.1933, Blaðsíða 7
L JÓSBERINN 71 leiddist frændi sinn, þegar hann var þannig á sig kominn, þótti hann erf- iður viðfangs og ómannlegur og lagði oft fast að honum að drekka ekki. Hann hafði líka orðið þess var, að það sem frændi hans kom með að heiman, til að verzla með, og hann átti að kaupa, fæði og klæði fyrir handa konunni og börnunum, sem bjuggu heima við þröng- an kost, fór oft að mestu leyti fyrir vín, og hestarnir hans áittu oft ilt, voru svangir og kaldir og hirðingarlausir. Þetta og margt fleira vissi Einar litli, og hann langaði svo innilega til að ráða bót á því. Og eitt sinn, þegar frændi hans kom í kaupstað og gisti hjá for- eldrum hans, fékk hann hann til að lofa sér því, að bragða ekki vín dag- inn eftir. En Einar vissi, að frændi hans myndi fljótt gleyma loforðinu, ef ekki yrði litið eftir honum, og þess vegna klæddi hann sig snemma morg- uninn eftir og fylgdi frænda sínum eft- ir, þegar hann fór til að verzla. Veðr- ið var kalt, en drengurinn lét það ekki á sig- bíta. Hann fylgdi frænda sínum eftir búð úr búð allan daginn og hafði nákvæmar gætur á honum. Tvisvar ætl- aði hann að bragða á flösku hjá kunn- ingja sínum, en þá gekk Einar litli til hans, tók í handíegg hans og sagði: »Manstu, frændi, hverju þú lofaðir naér í gærkveldi?« Og frændi hans hætti við að súpa á flöskunni í hvorttveggja skiftið. Um kvöldið kvaddi Einar frænda S1nn, þegar hann lagði af stað heimleið- ls, ódrukkinn, með klyfjaðan hest af nauðsynjum handa heimilinu og glaðari 1 huga en nokkru sinni fyr. En Einar btli lagðist þreyttur til svefns, enda hafði hann int það dagsverk af hendi, sem fullorðna fólkið treystist ekki til að gera. Og það, sem hjálpaði honum til að inna þetta dagsverk af hendi, var sterkur vilji og óbilandi áhugi til að fylgja áformi sínu, þó við erfiðleika væri að stríða. Halldór Friðjónsson, frá Sandi. Ljósberinn þakkar hér með hinum unga og áhugasama bréfritara bœði fyrir bréfið sjálft og söguna, og lætur hann hér með vita það, að honum þykir sagan falleg og lærdómsrík, og verð þess, að sem flestir lesi hanai Ljósberinn væntir þess, að höfundur sög- unnar misvirði það ekki, þótt hann birti sög- una, að ósk hins unga pilts. ----•-«€»«>-- Litla bókin breytti öllu. Barnavinur einn segir svo frá ferða- lagi sínu um Austursveitir: Á einum viðkomustaðnum heyrði ég kallað^ barnskærum rómi: »Viljið þér kaupa blöðin nýútkomin?« Það var eitthvað í rómi litla drengs- ins, sem vakti athygli mína. Hann var stóreygður og móeygður og fölur og magur í andliti og mátti af því ráða, að hann ætti við þröngan kost að búa. »Hvað heitir þú, drengur minn?« spurði ég og rétti fram hendina eftir einu blaði. »Ég heiti Hans^« sagði hann, ættar- nafnið heyrði ég ekki. »Ertu læs?« »Já, í skóla geng ég þó,« svaraði Hans. Þó drengurinn væri fátæklega til fara og gengi á gatslitnum skóm, þá var svipurinn einkar göfugur. Og skyrtu- kraginn hans var mjallahreinn og hreinn var hann í framan og á höndunum. I þeim sömu svifum blés bifreiðin til brottfarar og þá datt mér í hug, að ég skyldi taka Nýjatestamentið mitt í fall- egu bandi og gefa drengnum, og sagði: »Þú lest víst þessa bók, Hans, er það ekki áreiðanlegt?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.