Ljósberinn


Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 3
L JÖSBERINN 75 Q Smja efiir GtiuSirunu CaiíMscloíiur, __ vi4uð fyrír ,,I*)QSberann u Lotta lagði ungbarnið í vögguna og stakk snuðinu upp í það. Til allrar ham- ingju var það hætt að gráta í bili, og gerði sér gott af tómri tottunni. Lotta breiddi nú í snatri yfir rúmin. þau voru öll meira og minna bæld og litu alt annað en hreinlega út; svo ýtti hún hinu og öðru rusli, sem var á tjá og tundri, hér og hvar í herberginu, út í horn til þess að það bæri minna á því, þvínæst fór hún með hálfum huga til dyra. Frú Steinvör stóð á miðju eldhúsgólf- inu, hávaxin og mikilúðug, er Lotta kom fram fyrir. Pað þurfti alls enga skarp- skygni til að sjá hvernig henni gazt að umgengninni í eldhúsinu, og hún var hreint ekkert mjúk í máli er hún spurði: »Er Rúna hér?« »N—e—i,« svaraði Lotta með titrandi rödd, kafrjóð út undir eyru og í meira lagi vandræðaleg á svipinn. $Hvar er hún þá?« spurði frúin í höst- um róm, og horfði rannsakandi aug- um á veslings Lottu, sem vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. »Hún er ekki hérna,« svaraði Lotta °k‘ reyndi til að láta sem minst bera á vandræðum sínum. »Mér sýndist þó ekki betur en að það væri hún, sem stökk hérna frá kof- anum rétt áðan,« sagði frúin og horfði hyrst á Lottu. »Hvert var hún að fara?« »Hún er ekki hérna,« sagði Lotta aft- UL og horfði niður fyrir sig. Hún fann engin önnur orð í eigu sinni, til þess að svara spurningum frúarinnar. »Hún er ekki hérna, segirðu,« sagði frúin með hækkandi rödd. »En hún var þó hérna. Eða viltu bera á móti því?« Lotta þagði eins og steinn. Hún vissi að það var ljótt að segja ósatt, en hún þorði ekki fyrir sitt eigið borið líf, að játa það íyrir hinni ströngu frú, að Rúna væri nýlega farin út í Hólskot. Þessvegna sá hún þann kostinn vænst- an að þegja. »Jæja,« sagði frænka þá. »Nú bíð ég hér þangað til Rúna kemur aftui', það verður, spái ég, ekki svo langt þang- að til.« Petta var sú versta klípa sem aum- ingja Lotta hafði nokkru sinni komist í, því hvernig færi nú ef Rúna og Pési kæmu blaðskellandi inn svona eins og þau voru til fara? Lottu sortnaði nærri því fyrir augum, þegar hún hugsaði til þess, og það var hún sjálf sem bar alla ábyrgðina! Nú voru vissulega góð ráð dýr, en Lotta var öldungis ráðálaus. Aðeins ef hún g-æti skotist útí í Hólskot og komið Rúnu úr strákafötunum! Frúin var sest á eldhússtólinn, fyrst. þerraði hún samt af honum með vasa- klútnum sínum. »Viljið þér ekki heldur gera svo vel og setjast inn fyrir?« stamaði Lotta. En frænka hristi höfuðið neitandi. Henni sýndist víst ekki öllu vistlegra

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.