Ljósberinn


Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 6
78 LJOSBERINN •••••_ A A ••••••• .. ••••••••• ••••«. V ,••••• ••••••••••••••*••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••.>/.••••• •••*•.? W ••••*•' • &P.............t................................................'.....I......... SÖGURNAR HENNAR MÖMMU ••• •::•• h •.. • / Q." • •••« ^•••••••••**«..««**q*•••••* KjozsQjTuuqiuu skymami. *•••••**£ *••* *••• £*. :* *••••• ••••••••• • •••• Einu sinni var gæsapabbi og gæsa- raamma. Þau áttu stóran hóp af fall- egum ungum. Litlu gæsarungarnir voru svo glaðir og ánægðir með lífið. Þedr höfðu engar áhyggjur. Þeir syntu, köfuðu og léku sér á breiðri og lygnri ánni. »Verið þið nú gætnir, góðu ungar,« sagði gæsamamma, »og haldið ykkur hérna megin á ánni; um fram alt, stíg- ið ekki á land hinu megin, því þá kem- ur ljóti refurinn úr skóginum og tek- ur ykkur.« »Ö!« sögðu ungarnir litlu. »Þú skalt ekki vera hrædd, góða mamma, við skul- um gæta okkar.« »Hvernig lítur refurinn út, mamma?« spurði einn unginn, sem Spakur hét. »Hann er stór og grimmur náungi, með langt og mjótt trýni og breiða og langa rófu. Og svo hefir hann svo skarp- ar og mjóar tennur, að það fer hroli- ur um mig við að hugsa um þær.« »0, ó!« hrópuðu allir ungarnir litlu. lafhræddir, og hjúfruðu sig upp að mömmu sinni. En Spakur gat ekki um annað hugs- að en refinn. »Ö, hvað ég hefði gaman af að sjá refinn,« sagði hann. öll systkinin ráku upp hljóð, og gæsa- mamma varð dauðskelkuð og sló hanri utan undir, og sagði um leið: »Öskaðu þess ekki, heimskinginn þinn. Síðast þegar ég sá þennan grimma ref, þá var hann að borða hann bróð- ur minn góða.« »Ö, veslings frændi! En hve það var illa gert af refinum.« En Spakur var ekki eins hlýðinn, eins og hann hefði átt að vera við mömmu sína. Hann ákvað með sjálfum sér, að hann skyldi sjá refinn. Það gat varla verið, að hann væri eins slæmur, eins og marnma sagði að hann væri. Mamma er nú líka altaf svo hræddl »Eg þarf alls ekki að-láta refinn sjá mig,« sagði hann með sjálfum sér. »Eg get falið mig á bak við runna og séð, þegar hann gengur fram hjá.« Næsta dag, þegar mamma og pabbi og öll systkinin fengu sér miðdegis- blund, synti Spakur yfir ána og gekk inn í skóginn. »0, hvað hér er yndislegt að vera! En hve hér eru mörg rauð og góð ber! Og að sjá, hvernig sólargeislarnir dansa á grænum mosanum!« »Alt í einu sér Spakur litli, að lítiö lamb kemur þjótandi fram hjá runnan- um, sem hann var í, og hverfur inn í skóginn. »Hvers vegna skyldi litla lambið hlaupa svona hart,« sagði hann og horfði lengi á eftir því. Svo sneri hann sér við, til að halda áfram, en honum varö bilt við, er hann sá, að hann stóð alt í einu frammi fyrir stóru, ógnandi dýri. Ö, ó! Þetta var þá refurinn. Spakur varð svo hræddur og utan við sig, að honum sýndist allur skógur- inn hringsnúast í kringum sig. Augu tófunnar voru eins og glóandi

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.