Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 2
82 LJÖSBERINN Drottínn kemur. (Sunnudagaskólinn 9. apríl 1933) Texti: Mark. 11, 1.—10. Minnisvers: Blessaður sé sá, seni kemur í nafni Drottins. — Mark. 11, 9. Hjörtu vor mannanna eru hverful. Við lesum í dag um hina hátíðlegu inn- reið Jesú i Jerúsalem. Jerúsalemsbúar fögnuðu kom hans og sungu: Hósíanna! Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. Og þeir breiddu yfirhafnir sínar á veginn — já, gerðu það sem þeir gátu, til þess að fagna Jesú og votta honum þakklæti sitt. Og mikið höfðu þeir að þakka. Mörg blessunarrík og huggandi orð hafði hann til þeirra tal- að. Marga hafði hann læknað og líf gefið. En Jesús, sem þekti hið hverf- ula mannshjarta, hann grét yfir borg- inni og íbúum hennar. Hann vissi, hve fljótt þetta myndi breytast. Hann vissi, að margir þeirra, sem nú hrópuðu: »Hósíanna! Blessaður sé sá, sem kem- ur í nafni Drottins«, mundu að fám dögum liðnum hrópa: Krossfestu hann! Krossfestu hann!« Kæru börn! Nú skulum við á pálma- sunnudag taka undir með Jerúsalems- búum og segja: Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. En við skulum aldrei vera í þeirra flokki, sem vilja krossfesta Jesú. Það gera margir enn í dag. Við skulum altaf breiða faðminn á'móti Jesú og biðja hann að blessa okk- ur og geyma okkur í faðmi sínum. HEILKÆÐl og SANNLEIKUR. Þegar freistingin mætir þér þá minstu Guðs þíns. Þegar þér finst byrðar lífsins vera kröftum þínum um megn, þá skaltu hugsa um krossferil frelsarans. Það er uppörfandi og ánægjulegt að njóta heillaóska og heiðurslauna í upphefð og meðlæti llfsins, þó er meira virði að eiga samúð og skilning einlægra og góðra vina á reynslu og mótlætisstundum. Guðrún Jóhannsð. frá Brautarli. Hvöt til æskumanna. Safnist, ungu æsku vinir, . undir merki frelsarans; Ijóssins vopn 'í höndum hafið, haldið brandi sannleikans. Öttist ei, að sárin svelli — sigur ykkur búinn er — Jesús fremst í fylking stendur, fyrir ykkur skjöldinn ber. Hugsið ekki um liefð né heiður, lieimurinn sem bjóða kann; alt er svikult tál og tildur, tíbrá ein, sem býður hann. Spiltiim móti aldar-anda ótrauð berstu, æska, djarft, þá um siðir sigri heldur; í sannleik ei þú kvíða skalt. Berstu, þó að harðni og húmi, hræðstu ekki dauða’ og gröf; vertu örugg æ, þín bíður eilíft líf að sigurgjöf. Guðjón Pálsson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.