Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 4
84 LJOSBERINN þýddi lítið fyrir Soffíu eða aðra að halda Lottu fram, sem fyrirmyndar- barni og heppilegri leiksystur fyrir Rúnu. Þá hafði frúin einnig séð með eigin augum, hvernig umhorfs var á heimilinu hennar, og gat því borið um það af eigin sjón, hversu vel fallið það var til þess að glæða fegurðarhneigð barnsins' eða hvetja hana til reglusemi og hreinlætis. Frú Steinvör • áleit það hreint og beint háskalegt fyrir Rúnu, að venja komur sínar á jafn sóðalegt heimili, eins og Lottu auðsjáanlega var. Börn, sem að jafnaði ala aldur sinn á slíkum stöðum, geta átt það á hættu, að bera þess menjar alla æfi. — En hvað það var annars gott, að hún fór þetta sjálf, í stað þess að senda hana Soffíu! Frúin hallaði sér aftur á bak í strástólinn, sem marraði ákaft í und- an þunga hennar. Hún var áhyggjufull út af Rúnu litlu, og stundi þungan, þeg- ar hún hugsaði til þess, hvað blessað- barnið gat verið kærulítið í vali félaga sinna. Það var alveg eins og henni stæði hreint á sama, með hvaða börn- um hún lék sér. Hún gerði alls engan mun á snyrtilega klæddum börnum, sem kunnu að hegða sér, og sóðalegum krökkum, sem svo að segja enga manna- siði kunnu. — En við hverju var eigin- lega að búast? Hvernig var til dæmis hann faðir hennar, sjálfur sýslumaður- inn í þessu tilliti? Og hvert átti barn- inu að bregða, nema beint í ættina? Aftur stundi frúin þungan. En það var víst bezt, að hugsa ekki meira um þetta núna. Hún leibenn einu sinni út um glugg- ann, í- þeirri von, að hún sæi eitthvaó til Lottu. Önei, það bólaði ekkert á henni ennþá! Hún var ekki alveg eins fljót að sækja mjólkina, eins og hún þóttist ætla að verða. En bíðum annars við! Það mun þó aldrei vera Rúna litla, sem kemur þarna með heldur en ekki óburðugan strákhnokka í eftirdragi? Frú Steinvör gáir vandlega út um gluggann. En er þetta hún Rúna? Hvaða ósköp er að sjá göngulagið barnsins! Eins og hún hefir þó vandað um við telp- una, og brýnt það fyrir henni, að temja sér fagran limaburð! Það er og þvílíkt að telpan sú arna hafi tekið áminning- ar hennar til greina! Að sjá þetta! Þarna skálmar hún áfram, stórstíg og klunnaleg, vaggandi, kengbogin og bað- andi út öllum öngum. Og strákurinn! Ekki er hann betri. En svona er það. Þetta er látbragðið, sem Rúna litla lærir af þessum óvöldu krökkum, sem hún sækist eftir að vera með. Frænka færir sig frá glugganum, hún vill ekki láta börnin verða vör við sig — hún ætlar að vita, hvernig þeim verður við, er þau sjá hana, þegar þau koma inn. — Rétt á eftir er útidyrahurðin opnuð og ruðst inn í húsið, með hávaða og skvaldri. Frú Steinvör kemur fram í eldhúsið samstundis og Pési vindur sér inn á gólfið ásamt Rúnu. Hávaðinn í börnunum breytist skyndi- lega er þau sjá hver það er, sem stend- ur andspænis þeim. Prjónahúfan er komin alveg niður á nefið á Rúnu, hún gýtur hornauga til Pésa út undan húfunni, en hann sýguv ákaft upp í nefið, og þá veit Rúna, að Pésa er mikið niðri fyrir. Frúin stendur í sömu sporum, eins og myndastytta, á eldhúsgólfinu, án þess að mæla orð. Hún mælir börnin með augunum frá hvirfli til ilja. Undr- un og gremja skín úr augnaráðinu, en börnin óska sér bæði langt í burtu. Öskir þeirra rætast þó ekki, og er nú ekki um annað að gera, en að taka því sem að höndum ber. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.