Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 87 handa henni, en hún vill ekki drekka blönduna hans. Hann stakk þá í vinstra fótinn á henni, til þess að sótthitinn færi út þá leiðina.« Þá varpaði kristniboðskonan öndinni. Hún leit á litla, mórauða fótinn henn- ar og sá, að hann var mjög bólginn og brennheitur. »Hefir ekkert meira verið gert?« spurði hún. »Nei! En fyrst sótthitinn vildi ekki fara út um stunguna, þá sagði læknir- inn, að við yrðum að fæla hann burtu. Og er telpan mín lá í fasta svefni, um kvöldið, þá varð ég að boði læknisins að vekja hana skyndilega með því að hrópa: »Fatima! Það er ormur að skríða í bólinu þínu.« Hún rauk á fætur með andfælum og fram í dyr. Þar datt hún og handleggsbraut sig,« sagði móðirin og grét sáran. Stúlkan litla virtist vera nær dauða en lífi. Þegar kvöldsvalinn kom, þá var hún að boði kristniboðskonunnar flutt á sjúkrahús kristniboðanna. Þar var henni gefið meðal og látin fara í hress- andi bað, læknishjálp og var síðan gef- inn góður málsverður. Kristniboðskon- an bar hana nú á bænarörmum til lækn- isins mikla, og bað hann, ef það væri hans vilji, að lækna hana og gera sig' með því dýrðlegan meðal heiðingjanna! Og Jesús bænheyrði hana. Sjúka stúlkan litla vaknaði af dauðadvalan- um, til nýs lífs. »Guð hinna kristnu getur gefið líf,« sÖgðu heiðingjarnir. Patima dvaldi áfram á kristniboðs- stöðinni. Henni var sagt frá Jesú Kristi °g hún öðlaðist þá trú, að hann væri frelsari hennar og Drottinn. Inndælast þótti henni að heyra þau orð, að Jesús hefði gengið um kring og grætt alla. Og er hún heyrði söguna um það, er Jesús vakti upp son ekkjunnar í Nain, og dóttir Jariusar, þá ljómuðu augu hennar. »Kennari!« sagði hún við konuna, »haldið þér ekki, að Jesús hafi komið með yður að rúminu mínu, þegar ég var komin í dauðann?« »Jú, hann var með mér,« sagði kristniboðinn, »hann var áreiðanlega með mér. Og þó við heyrðum það ekki, þá sagði hann: »Stúlka, ég segi þér, rístu upp!« Jesús er gefið alt vald á himni og jörðu; hann ræður fyrir lífi og dauða.« Fatima varð ambátt Drottins af heil- um huga og varð fyrir náð Guðs verk- færi til að snúa mörgum heiðingjum til hins sanna Guðs^ Þú græddir alla auma menn, sem á þig trúðu, Jesú minn; en söm er líkn þln sífelt enn og samur enn er kraftur þinn. ---------------- Yerndari barnanna. Amma gamla sat og var að sýna barnabörnum sínum myndir og var svo leikin í að gera þeim grein fyrir, hvað þær ættu að þýða. Þau voru búin að skoða margar og nú komu þau að einni, sem átti að sýna dreng og stúlku á harðastökki að elta fiðrildi og tína blóm á barmi gínandi gjár. Og þau voru svo »hugsunarlaus og himinglöð«, eins og þau léki að knjám móður sinnar. á bak við þau mátti sjá engil með útbreidd- an faðminn til að vernda þau. Ekki þurfti meira til, en að þeim skrikaði lítilsháttar fótur, þá gátu þau steypst í gjána. En engillinn varnaði því. »Er þetta ekki fögur mynd,« spurði Anna. »Jú,« sögðu þau, en það er nú ekki nema mynd,« sagði Gunnar og hristi höfuðið; »aldrei hefi ég séð vængj-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.