Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 8
88 LJOSBERINN aðan engil vera með mér, eins og þenn- an engil á myndinni. Ari sagði hið sama; kvaðst hann vera maður til að ganga á gjárbarmi, þótt hún svo væri þrisvar sinnum dýpri en gjáin á myndinni. En þarna er iítil stúlka með á mynd- inni; henni væri nú ef til vill þörf á, að einhver gætti hennar,« sagði hann í meðaumkvunarrómi. »Og þú þarft nú ekki að þykjast mik- ill,« sagði Birta systir hans. »Ég hefi aldrei beðið neinn að halda í mig, og hefi ég þó klifið í sömu klettana og þau þarna.« »Uss, þið megið ekki deila!« sagði þá amma. »Lítið nú á! Pessi mynd minn- ir mig á nokkuð, sem kom fyrir mig á barnsialdri. Ég var ekki eins stór þá, Birta, eins og þú ert núna, en þá átt' ég einu sinni að fara yfir litlu brúna yfir lækinn. Hún var þá ekki annao en lélegir pálmar tveir saman. Þá flugu nokkrar villigæsir yfir höfði mér. Ég sökti mér alveg niður í að horfa á þær, en gleymdi alveg að sjá fótum mínum forráð. Mér skrikaði fótur, en lenti bara á annað hnéð, óafvitandi varpaði ég mér á hina hliðina. Var þetta ekki furðu- legt? « »JÚ víst er um það,«- sagði Gunnar, »en munið þið eftir, þegar ég klifraði yfir gerðið uppi hjá Sjónarhól. Fjall- ið er þverbratt, nærri eins og veggur. Ég ætlaði að sýna Ara, að ég væri hug- aðri en hann. En fjallið var sleipt og' ég rann og rann niður eftir. Ég reyndi að ná tökum á grasverðinum með fingr- unum; en það kom fyrir ekki. En rétt í því er ég var kominn fram á þver- hnýpið, þá varð fyrir mér einstæð eini- hrísla. Ég lenti beint á henni og hékk þar fastur. Þá hljóp Ari og sótti Karl og hann kastaði til mín streng og dró mig upp. Var það ekki undursamlegt, að ég skyldi hitta fyrir þessa einstæðu einihríslu?« spurði Gunnar. »JÚ, undursamlegt var það,« sagði amma og ekkert annað. Pá tók Ari til máls: »Munið þið ekki eftir þv.í, að ég fór á skauta hérna fram á víkinni. Mér var leyft að renna mér þar, ef ég gætti mín fyrir vökinni. En þegar minst varði, hrasaði ég um ofur- lítinn kvist í svellinu, sem ekki var stærri en vísifingurinn á mér. Eg skall endilangur á grúfu og fékk stóreílis kúlu á ennið og nefið á mér varð eins og kartaila. Mig kendi sáran til, en ver hefði getað farið, því að ég sá, að ég var ekki nema tvo faðma frá vökinni. Var það ekki undarlegt líka, að ég skyldi einmitt lenda á þessum kvisti, til þess að hann gæti stöðvað mig?« »Jú, víst er um það,« sagði amma meö hægð. Þá tók Birta til máls: »En munið þið ekki eftir, þegar ég var niðri í sögunar- myllunni í sumar. Ég stóð þar og hélt hendinni á trébút, sem átti að fara und- ir sögina, og mér gleymdist, að mér væri nokkur hætta búin. En þá kom fluga og settist á kinnina á mér, svo að ég kipti að mér hendinni, til að reka fluguna burtu.« »Nú, var það svo merkilegt?« spurðu báðir drengirnir í einu hljóði. »Jái, víst er um það, því að í sömu andránni skall siögin á trjástokknum og fletti honum sundur. Hefði ég ekki kipt burtu hendinni á því sama augna- bliki, þá hefði sögin þverskorið hana. Pað sögðu allir viðstaddir.« Pá brosti amma gamla og sag'ði: »Nú eruð þið öll, þrjú saman, búin að segja mér, hvernig ykkur hafi verið bjargað. Pað var Guð og englar hans, sem gættu ykkar. Og nú skiljið þið myndina, ef til vill, betur en áður.« PRENTSMIÐJA JöNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.