Ljósberinn


Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 2
90 LJÖSBERINN Páskar. (Sunnudagaskólinn, 16. apríl 1933). Kæru, ungu vinir! Vér páskaliátíð höldum og honum pakkir gjöldum, er sætti Guð við sekan mann og sjálfan dauðann yfirvann. Hallelúja. Enn fögnum við hinni undursamlegu sögu um upprisu frelsara vors og Drott- ins Jesú Krists. Við fögnum sögunni um hann, sem sagði pað, sem enginn annar hefði get- að sagt: »Ég hefi vald til að leggja líf mitt í sölurnar, og vald til að taka pað aftur«. — Hver gaf honum petta vald? Hað var faðirinn, sem sendi hann, pað var Guð, faðirinn, sein elskaði svo heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til pess að hver sem á hann trúir, glatist ekki. heldur hafi eilíft líf. — Pið sjáið pMgiir af upphafi sögunnar, að engum manni ln-fði nokkurntíma get- að í hug eða hjarta komið, að nokkrum manni væri gefið vald til að taka líf sitt aftur. — Pví hvað höf'Hi konurnar í hyggju? Pær ætluðu að opna gröfina og smyrja líkama hans ilm-in> rnlum. Svona voru pær langt frá'pví að geta látið sér til hugar koma, að liann gæti tek- ið líf sitt aftur. En — gröfin var opin og tóm, Mann- kynið á marga trúarbragðahöfunda. En allar eru grafir peirra lok.tðar, nema hins eina frelsara vors og Droíti « Jesú Krists, höfundar og fullktn'nar« trúar vorrar. Múhameð liggur í gröf „mni. Konfúsius sömuleiðis og Buduha. Peir, sem á pá trúa, eiga enga von um upprisu og ei- líft líf. — Guði séu pakkir, sem oss hefir sigur- inn gefið fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Göngum til lausnarans grafar, gröfin er opin og tóm. Guðs sól á grafreitinn stafar geislum og kyssir hvert blóm. Gleðjumst í Drottni, Drottni ber einum vort hrós. Dauðinn er flúinn — hvað flýr hann? Frelsarans upprisuljós. B. Lestu: Mark. 16, 1, 7. Lærðu: 1. Pét. 1, 3. . Lofaður sje Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefir end- urfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Pað er ánægjulega dýrðlegt fagnaðar- efni, að Jesús reis upp frá dauðum. — Dauðinn, sein öllum hafði haldið í sínum heljargreipum, gat ekki haldið honum. Jesús sigraði dauðann og reis upp úr gröf sinni í heilagri guðdómstign og kunngjörði með pví að kenning hans væri sönn og frelsisverk hans fullkomn- að. Hann lifir. Pað er fagnaðarefni pásk- anna. Við eigum lifandi frelsara, sem hefir sýnt okkur og sagt, hvernig við eigum að lifa. Ilann hefir með dauða sínum og upprisu opnað okkur leið til sigurs og eilífrar farsældar. Páskaboðskapurinn bendir okkur á veginn. Láttu pann boðskap ná til hjarta píns, kæri ungi vinur. Þegar páskasólin ljómar, hátíðaklukkurnar hringja og boðskapurinn um upprisusigurinn hljóm- ar, pá er við pig sagt: Jesús er foring- inn, fylgdu honum, pá ert pú á vegi lífsins. Þá lýsir páskasólin yfir æfibraut pinni og upprisukrafturinn veitist pér, pú nærð markinu. Minstu pess að með er Jesús, Haltu fast í fald hans klæða, förin gengur pá til hæða. Minstu pess. Y.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.