Ljósberinn


Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 91 Saga efiir irúnu Cámsdöiíur, v»4uö fyrír „-L^osbarann” Frúin Jjrífur óþyrmilega í öxlina á Pésa. Hatturinn dettur af höfðinu á hon- um, og skoppar eftir óhreinu gólíinu. Frú Steinvör gefur Joví ekki gaum, hve illa fer um fallega hattinn hennar Rúnu. Hún hristir Pésa og hvessir röddina, svo að hún lætur í eyrum drengsins eins og ógnandi [írumugriýr. Frúin segir: »Hvernig dirfistu, sóðinn Jiinn, að troða þér í fötin hennar?« — Aumingja Pési kemur engu orði upp. Hann getur hvorki varið málstað sinn eða afsakað athafnir sínar. Hann er gersamlega orðlaus. Hann hallar undir flatt og ber höndina fyrir höfuð sér, pví hann bjóst eins vel við höggi frá hendi frúarinnar. »Þú ert pokkapiltur, — ég segi ekki annað!« heldur frúin áfram, og leggur áherzlu á orð sín, rrieð [iví að ýta Pésa fram og aftur um gólfið. »Þú hefir auðvitað óhreinkað fötin, og líklega rifið pau líka, — pú mátt skamm- ast pín!« Rúna litla hefir horft á pessar aðfarir frænku sinnar, án pess að hræra legg •>é lið, né mæla orð af vörum. Óttinn befir skinið úr augum hennar, og pað er vissulega með hálfum huga, að hún Airfist að ávarpa frænku sína. »Frænka mín!« segir hún með blíðum bænarróm, »við vorum bara að leika °kkur í »mömmuleik«. Og svo lánaði ég bonuin Pésa kjólinn ininn, til pess að leika ósköp lítið á hana EIlu, pegar við færðum henni appelsínurnar, sem hann pabbi gaf mér. Máttum við pað ekki, frænka?« Frú Steinvör slepti hendinni af Pésa, sem hröklaðist snöktandi út í horn, nið- urlútur og sneypulegur. En pegar hann heyrði rödd Rúnu litlu, glaðnaði yfir honum, og hann leit til hennar með að- dáunaraugum, pví parna stóð hún eins og hetja frammi fyrir hinni ströngu frú. Petta líkaði Pésa vel. Svona áttu all- ar telpur að vera, hugsaði hann með sér, og Pési var staðráðinn i pví, að ef hann gifti sig einhvern tíma, pá skyldi Rúna verða konan hans, og hreint eng- in önnur! Rúna var fallegasta, dugleg- asta og bezta teipan, sem liann pekti. Pési komst að pessari niðurstöðu í einni svipan, og pá fór hann einnig að hugsa um, hvernig hann ætt.i að launa henni hjálpina, og hann ákvað með sjálfum sér, að gefa Rúnu fallegasta ýsubeinsfuglinn sinn, og litla bátinn, sem hann fékk í afmælisgjöf. Betur gat Pési ekki boðið. Frænka sneri pví næst máli sínu til Rúnu litlu. »Máttuð pið pað ekki?« endurtók hún, og rödd hennar var bæði hörð og háðs- leg. »En að pú skulir spyrja svona! Pú hefir pó vanist mannasiðum. Finst pér pað viðkunnanlegt fyrir pig, sýslumanns- dótturina, að spóka pig hérna um plássið í strákafötum? Og það í svona tuskum!«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.