Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 4
100 LJÖSBERIN N vör, hún stóð fyrir framan spegilinn í fordyrinu og' sléttaði vandlega á sér hárið. »Nei,« svaraði Soffía. »Hann var farinn út í stóra skipið sem kom í morg- un.« »Jæja þá, jæja þá!« sagði frúin. »Tak- ið þér nú við henni Rúnu; hún háttar í rúmið sitt tafarlaust, en hún fer fyrst í bað.« Soffía horfði stórum, spyrjandi aug- um á frænkurnar til skiftis. »Er hún eitthvað lasin?« spurði hún svo áhyggjufull. »Hvað sem um það er,« svaraði frú- in, »þá fer hún í bað og háttar svo und- ir eins á eftir.« »Æ, frænka, þarf ég endilega að hátta alveg strax?« spurði Rúna litla hálfkjökrandi. »Heldurðu að ég vilji hafa þig stund- inni lengur í fötunum, sem strákurinn var að drasla í?« spurði frænka hennar. »Hann var bara í kjólnum og káp- unni,« skaut Rúna litla inn í. »En fórst þú ekki í garmana hans utan yfir nærfötin þín? Nei, Rúna litla, þesskonar get ég ekki liðið,« sagði frúin með reigingssvip. »Og gætið þér þess, Soffía, að láta sótthreinsandi í baðvatnið. Maður veit jú aldrei, hvað kann að leynast á heimilum svona fólks. Þér sjáið henni svo fyrir kvöldmat og sjtjið í herberginu hjá henni með vinn- una yðar, þangað til hún er sofnuð. — Svona nú, Rúna litla, ekkert vol! Þú verður að sjá það sjálf, hvað hefst af óhlýðninni. Ég hefi jú margbannað þér að vera að flækjast á ókunnugum heim- ilum.« Að svo mæltu gekk frú Steinvör rak- leitt inn í skrifstofu bróður síns, en Rúna og Soffía urðu eftir í fordyrinu og horfðu þegjandi hvor á aðra. Frh. Ljósberinn óskar les- endum sínutn gledileg s sti mar s í Jesú nafni. Vorið íslenzka. Nú blánar hvert leiti nú grœnkar hver grund, nú glitra svo hlýlega vogar og sund; :\: nú roðnar liver hnjúkur við kvöldsólar koss, níi kvakar hver smáfugl, nú dunar hver foss. :|: Ó, vermandi vor! Ö, vermandi vor! Mig langar í faðm þinn að flýta mér nú, þú fjallkonan aldna svo broshýr og trú; :l: und vorhimins faldi svo fögur þú skín, að fegurðin laðar nú alla til þín. :|: Þú feðranna fold! Þú feðranna fold!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.