Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 101 Finnland. Eftir Petreu Hvoslef. Hafið þið heyrt Finnlands getið? Ef svo er ekki, þá lang- ar mig til að fræða ykkur vitund um það. Það er kailað land hinna þúsund vatna og stóru skóga, — land sagna og sögu. - - Zakarías Tojjelíus heitir einn af hin- um frægu sonum Finnlands. Ilann er skáld og rithöfundur. Ilann hefir rit- að eftirfarindi Finnlands-lýsingu: Einu sinni var hraustur herforingi. Hann hafði unnið frægan sigur. Þá konungur við hann: »Kjóstu þér nú bezta og fegursta hér- aðið í.Finnlandi. Ég skal gefa þér það að sigurlaunum.« Herforingi þakkaði konungi og hélt til Finnlands, að kjósa sér hérað. En af því að hann var alls ókunnur landinu, þá fór hann þangað, sem margt manna var saman komið á markað úr óllum héruðum landsins. Hét hann þeim verðlaunum, sem gætu bent sér á bezta og fegursta héraðið í Finnlandi. Þá lofaði hver sína bygð mest og kvað hana vera bezta. Fyrst tók lítill maður til máls, klædd- ur skinnfeldum frá hvirfli til ilja: »Ekki er hægt að finna fegurra hér- að en Lappland. Það liggur nyrzt milli Mánár og íshafsins. Ilafið þér ekki heyrt getið hinna fögru norðurljósa hjá °ss á vetrum, og um vor sólina hjá oss, >>sem situr uppi og vakir miðjar nætur.« Kjósið þér yður Lappland, því það þyk- lr svo eftirsóknarvert, að því er skift oúlli fjögra ríkja: Rússlands, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs.« »Putt! Lappland hefir ekki annað að bjóða en mývarg og úlfa,« sagði þá ann- ar. »Eg ræð yður því, herra, til að kjósa Eystri-botna, ef þér viljið hreppa stórt og frjálst land. Það nær frá Máná alla leið að Kyrjála- botni. Þar er vatnið Kemi og Uleá. Hefir þú ekki heyrt getið um finska laxinn ljúffenga? Þegar lengra dregur suður eftir, þá taka við frjóar sléttur. Þar er hvert bændabýli óðalsgarður og hver höfnin þar er full af skipum. »Hvaða erindi átt þú út á þetta til- breytingalausu sléttuflæmi?« skaut sót- ugur og svartur smiður inn í. »Kjóstu þér heldur héraðið Salúnkúnla! Þá ræð- ur þú yf'ir fegursta héraðinu, því sem nær alt frá hfnni löngu og bláu Nási- járvi og alt til strandar, þar sem Kúmó- elfur fellur í Kyrjálabotn. Þar gefst þér alt, sem hjarta þitt girnist, þótt svo það væri járnfleinar og kvarnarsteinar og báturinn þinn skríður niður eftir tæru vatninu í sjó fram.« »Hvað þekkir þú til sjávar?« sagði hjólfættur sjómaður fyrirlitlega. »Haf- ir þú þor og þrek til að þreyta afl við ægi, þá kjóstu þér Áland! Þar verða íyrir þér margar þúsundir grárra skerja og grænna eyja, hvítra segla og blárra unna. Ekkert getur komist i samjöfnuð við hinn tignarlega skerja- garð hjá oss, sem býður rjúkandi Evstrasaltinu byrginn snmar og vetur.« Þetta heyrði einhver skógarvörður- inn og mælti: »Láttu farmann þenna eigi ginna þig út á hið ólgandi haf og til hinna gróðurlausu útskerja. Leitaðu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.