Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 103 kornakra, móa og gnæfandi ása, er kom- ist í samjöfnuð við þau gæði Tawast- lands. Milli Ráján og Vanajavesi getur þú týnt þér heslihnetur. Mér hefir altaf fundist kjarninn í þeim betri en hýðið. Og nú er Tawastland kjarni landsins, hitt er hýðið. Kjósið hvað sem þér viljið!« Þá hló hinn hrausti herforingi og mælti: »Nú er nóg komið. Nú er búið að nefna fyrir mér átta héruð: Tawast- land, Savolaks, Karelén, Nýjaland, Eig- inlega Finnland, Áland, Salakúnla, Austurbotn og svo Lappland, sem ekki er með héruðum talið af ykkur, enda heyrir það til fjórum ríkjum. Hvernig á ég að velja um þessi héruð, þar sem þau 811 eru talin jafngóð. Ég ætla að biðja konung að gefa mér eitt sker í Álandseyjum og þar ætla ég að byggja mér hús. Svo ætla ég að fá mér húsa- meistara frá Austurbotni, brauð frá Nýjalandi, smjörið frá Savalaks, fisk- inn frá Álandi, eplin frá Eiginlega Finn- landi, hestinn frá Karelén, línið frá Tawastlandi, járnið frá Salakúnla, loð- kápuna mína frá Lapplandi og vini frá öllum héruðum landsins. Hefi ég nú ekki valið rétt?« »Já, það er nú eftir að vita,« svör- uðu markaðsgestirnir. Það var liðið langt fram á nótt eftir undur hlýjan dag — í Helsinki (Hels- ingfors). Fjöldi karla og kvenna frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hraðaði sér til járnbrautarstöðvarinnar. Á járn- brautarstéttinni stóð löng lest, sem allir fóru inn í. Blásið var til burtferðar og iestin brunaði af stað í náttmyrkrinu, til þess að hún gæti verið stödd inn í miðju ævintýralandinu, þegar Ijómaði af degi. I lestinni voru 500 manns, og nú get- 'ð þið líka fengið að verða samferða. Við göngum undir gömlum, tröllauknum trjám og út á angandi engi og bylgj- andi akra; fram hjá undur fagurri höll, sern menskur konungssonur gaf einu sinni K.F.U.M. Blómin ilmuðu og fugl- arnir sungu, en við horfum undrandi á þennan mikla skemtigarð. Og þó að við séum svona mörg saman, þá dreifumst við algerlega á alla þessa fagurgerðu vegu og stigu. Hér eru mörg stór og dýrleg tré, og milli trjákrónanna sjá- um við furðulegt turnþak, flatt og boga- dregið á víxl og minnir oss á myndir frá Kína. Og svo er í raun og veru. Hér hefir verið bygt tehús með sama sniði og þeir byggja í Kína; er það sem lystihús í skemtigarðinum. — Við kom- um að litlu, en yndislegu stöðuvatni; liggja þar haglega gerðar hvítar brýr yfir sundin og dálítil bryggja gengur fram í vatnið. Innan skams erum við aftur öll sam- an komin fyrir utan gamla hliðið, þar sem ekið er inn í höllina. Þarna hl.jóm- ar sálmasöngur í fögrum furulundi. Og þið munuð brátt finna, að þið eruð í skemtiför sunuudagaskóla. Nú koma vagnar og okkur er ekið úr ævintýraheiminum og inn í heim sögunnar. Við komum til Vébjarga (Vi- puri á finsku). Fyrst komum við inn í stórt og prýði- legt gistihús og setjum að dýrlegum snæðingi. Já, það reynist satt að vera, sem markaðsgestirnir sögðu um landið sitt. Alt er í bezta lagi: Smjör, ostur, lax og brauð. Þegar við svo aftur stígum fótum út á götuna, þá sjáum við, að við erum í gamalli borg, því að göturnar eru lagðar hnullungsgrjóti, sem tekið hefir verið niðri á söndunum, og gangstétt- irnar sömuleiðis, þar sem þær annars nokkrar eru. En þótt göturnar séu gaml- ar, þá fylgjast vagnarnir fyllilega með tímanum; því að úti fyrir gistihúsinu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.