Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 8
112 LJÖSBERINN þú verðir látin 'liggja í rúminu alfrísk,« sagði Soffía einarðlega. »Heldurðu að hann pabbi þinn láti annað eins við- gangast?« »Nei — ekki hann pabbi —,« sagði Rúna og rendi angurværum augum á myndina af föður sínum, sem stóð á borðinu við hliðina á rúminu. »Vittu til, barnið gott,« tók Soffía aftur til máls. »Þetta lagast alt saman.« Frh. Glóðir elds. »Mér er rétt sama, hvað þú segir, en ég veit, að hann er ekkert annað en hræsnari og rógberi. Hann hefir nýlega rægt mig við kennarann, það er ég alveg viss um. Það getur enginn annar verið en hann, sem hefir gert það, og þá hef- ir hann auðvitað gert það til þess, að koma sjálfum sér í mjúkinn hjá kenn- aranum, svo litið yrði á hann eins og einhverja dygða-fyrirmynd. En bíddu við, karl minn, þú skalt fá að bæta fyrir það og meira til!« »Hvernig dirfist þú að segja annað eins og þetta, Albert?« sagði skólabróð- ir lians, sem þetta var sagt við. »Eg er alveg viss um það, að hann hefir aldrei gert þér neitt til miska. öllum þykir vænt um Edvarð, nema þér ein- um.« »Jæja, svo þú heldur hans taum?« sagði þá Albert. »En ég skal segja þér, að ég þekki hann betur en þú, því að hann á heima í nágrenni við okkur. Hann hangir yfir bókunum hverja ein- ustu stund, sem hann er ekki í skólan- um, og það gerir hann til þess eins, að koma sér inn undir hjá kennurun- um, og til þess, að verða talinn beztur allra í bekknum.« »Nú, jæja, þér er líka frjálst að fara að eins og hann,« svaraði hinn bros- andi. »En iðni Edvarðs við lesturinn er ekki eingöngu til þess, að koma sér inn undir hjá kennurunum, það get ég fullvissað þig um. Ég hefi aldrei orðið var við neitt stærilæti hjá honum, og hann hefir oftsinnis hjálpað mér við námsgreinar mínar, þegar ég hefi átt erfitt með að skilja þær. Heldur þú, að hann mundi gera það, ef hann hugsaði mest um að bera af öllum í kunnáttu? Því trúi ég ekki.« »Þú mátt hafa hvaða álit á honum, sem þú vilt, fyrir mér,« sagði Albert þá, er hann gat ekki hrakið orð skóla- bróður síns. »Ég hata hann, hræsnar- ann þann arna. Hann hagar sér að öllu, eins og hann sé sonur auðugasta bónd- ans í sveitinni, og þó er faðir hans ekki annað en blásnauður verkamaður.« »Svo-o, er það þarna, sem skórinn kreppir?« sagði þá félagi hans. »Þú ætl- ast til að Edvarð krjúpi á kné fyrir þér og biðji um vináttu þína, eins og beiningamaður, af því að þú ert son- ur hins auðuga nábúa hans. En þá reiknar þú áreiðanlega rangt. Hann er ekki þannig gerður. IJann veit hver hann er og hvað hanni getur, og hann hefir enga þörf fyrir auðugan vin. Hann er líklegur til að geta rutt sér braut í lífinu, enda segir kennarinn það um hann.« »0-ho, ég sé ykkur nú báða í gegn, þig og hann,« sagði Albert litverpur í framan af reiði, »hann hefir fengið þig til að segja þetta, betlikindin sú arna!« Drengirnir voru á heimleið úr skól- anum, með skólatöskurnar sínar undir hendinni, er þetta samtal fór fram, og veittu því ekki athygli, að hár og grann- ur piltur gekk rétt á eftir þeim og hafði heyrt það, sem þeim fór á milli. Hann var fremur fátæklega, en að öðru leyti mjög snyrtilega klæddur og hreinleg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.