Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 14
118 LJOSBERINN hröðum okkur yfir hnullungana til járn- brautarstöðvarinnar. Og nú brunar lest- in áfram gegnum merkur og skóga. »lmatra!« hrópar lestarstjórinn, þeg- ar við nemum staðar. Kl. er nú 4 síð- degis. Hitinn er vitund farinn að minka og indælt veður til að ganga sér til skemtunar. Pjóðbrautin breiða er ekki annað en sandur og fer alt af smá- hækkandi svo að við verðum glöð þrátt fyrir alt, er við heyrum að við eigum að setjast niður og bíða. Þá koma vagn- ar og aka það, sem eftir er leiðarinn- ar að fossatröllinu mikla. Getið þið gizk- að á, hvað við höfum getað fengið tiJ kaups hérna á þjóðveginum inn í miðju Finnlandi? Það voru heilar hrúgur af jarðarberjum, indælum jarðarberjum og bláberjum. En við gátum líka fengið glóaldin, nýkomin alla leið frá Ástralíu. Við heyrum fossanið og fyr en oss varir erum við komin út á stóra brú. Nemum stundarkorn staðar og sjáum! Það er Imatra! Vatnið streymir hröðum straumi undir fótum vorum. Frá brúnni og upp eftir er það eins og freyðandi foss milli klappa og skóga. En uppi þar á öðru sviði sjáum vér turn og pípur, eins og á stóru húsi. Er það höll? Nei, það er gistihúsið og þangað upp er ferð- inni heitið. Fyrir neðan okkur sjáum við stóra skessukatla, þar sem krapp- ara var. Og nú flýtum við okkur til að fá að sjá meira. Þegar við erum kom- in upp að gistihúsinu, þá verðum við attur að stíga mörg þrep niður að foss- inum. En sú ólga, en sá niður! En spöl- korn fyrir ofan er elfan, gljásvört eins og spegill. Slíkt er sjaldgæf sjón. Að- eins sjást' fáeinar ljósari rákir, sem sýna fallhraðann í vatninu; og trjábol- irnir, sem þar eru líka á fleygiférð — unz vatnið beljar á klettunum og björg- unum stóru; þá hoppa trjábolirnir, svo léttir fyrir eins og eldspýtur, og hverfa síðan niður í iðuna. Svo er vatnsfallið mikið, að það holar bergið; ýmist fer flaumurinn yfir það, eða það rís upp eins og múr, sem við dirfumst að hætta okkur út á og líta niður í iðuna. Úð- inn fellur yfir okkur, eins og steypi- skúr. Ekki tjáir þar að tala saman, þar heyrist ekkert mannsmál. Ekki er elfan hér breiðari en svo, að þú getur kastað steini yfir hana. En ómögulegt er að kallast á yfir hana. Fjörutíu miljónir potta kváðu falla á sekúndunni! Er það vatnsmesti foss í heimi, annar en Niagara. Þessi elfur er Imatra. Hún kemur úr tveimur stöðu- ólafsborg (Olavinlinna).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.