Ljósberinn


Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 06.05.1933, Blaðsíða 15
LJÖSBERINN 119 vötnum, Saima, stærsta stöðuvatni á Finnlandi, og Ladoga, stærsta stöðu- vatni í Rússlandi (Aldeigja). »Varaðu þig á Imatra, hún seiðir þig til sín,« segja Finnar. Oss getur sundlað á því, Mynd frá Punkaharjas-ðsum. að stara of lengi niður í sjóðandi og freyðandi vatnsiðuna. En hér eru reist- ir lystiskálar til að sitja i og borð lagt eftir bakkanum, til að ganga á, og hvert sem vér lítum, sjáum við fólk á ferð. — I gistihúsinu eigum við að fá ágæt- an miðdegisverð og svo kveðjum við Imatra. Við sofum líka næstu nótt í járn- brautarlestinni, meðan hún ber okkur lengra inn í »þúsund vatna landið«. Við stígum út úr vögnunum og í morgunljómanum marglitum göngum við undir háum furutrjám fram með speglandi vötnum, hverju af öðru. Á Punkaharjas-ásum á millum vatnanna nemum við staðar og syngjum á ný sálma vora undir hinum finsku furu- krónum. Síðan göngum við niður að einu spegiltæra vatninu og þá sjáum við gufuskip koma til móts við okkur. TJt í það eigum við að fara og það á að fara með okkur til Nýhallar (Savon- linna) og Ölafsborgar, hins gamla, tign- arlega kastala (Olavinlinna). En hve hann liggur á fögrum stað. Vötn eru á alla vegu! Hér eru sams- konar múrar og steinlagning og í Vé- björgum. Okkur er sýnt umhverfi kast- alans. Og dásamlegt er útsýnið úr skugganum í hinum sívala turni. Ölafs- borg, er svo nefnd eftir Ölafi konungi hinum helga. Og er vér komum auga á stóra standmynd af konungi Noregs, þá nemum við staðar fyrir framan hana. Svo var Ölafur konungur frægur og mikill, að finska þjóðin heiðraði hann líka sem dýrling sinn og minningin um hann hefir geymst allar þær aldir, sem liðnar eru frá hans dögum (t 1030). Nú förum við yfir í annað gufuskip og allan liðlangan sumardaginn erum við á ferð eftir Saima-vatninu. Þar renn- ií - Við Viborg um vetur. um vér skipi voru að bryggju. Þá sjá- um vér að múgur manna streymir að og sunnudagaskólabörn syngja söngva fyrir okkur og við aftur fyrir þau. Og er við komum að kvöldi að Willmand- strönd þá mætum við stórum og glöð- um hóp æskumanna með biskup og prest í fararbroddi. Þessi hópur vísar oss leið að nýju kirkjunni sinni. Þar streymdi

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.