Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 2
122 LJÖSBERINN Einn dag með Jesú.- Eftir Dr 0. Halleáby. Og þeir fóru inn í Kapernaum, og þegar í stað gekk Jesús -i hvlldardeginum inn í samkundu- híis þeirra og kendi (Mark. 1: 21.). Það er hvíldardagsmorgun, ög Jesús gengur inn í samkunduhúsið með læri- sveinum sínum. Nú er hann nýbúinn að tala og alt er hljótt. En alt í einu er þögnin rofin. Geð- veikur maður æpir hástöfum. Ósjálfrátt og viðnámslaust, lætur hann stjórnast af áhrifavaldi hins illa anda. En Jesús stendur rólegur, skipar illa andanum að þegja og fara út af honum. Og á sömu stundu verður maðurinn heilbrigður. Þegar guðsþjónustunni er lokið, fara þeir heim til Péturs. Þeir Jakob og Jó- hannes eru líka boðnir þangað. Tengda,- móðir Péturs er veik. Þegar Jesús heyr- ir það, gengur hann að rúmi hennar ög tekur í hönd henni. Samstundis hverf- ur sótthitinn, svo að hún rís á fætur og gengur þeim fyrir beina. Fregnin um þetta flýgur um bæinn, eins og eldur í sinu. Og um sólarlagsbil eru allir bæjarbúar saman komnir við dyrnar og bera til haris alla þá menn, er veikir eru. En hann gengur hljóð- lega á meðal þeirra, frá einum til ann- ars, og læknar þá alla, bæði á líkama og sál. Það er orðið mjög áliðið, er þeir kom- ast til værðar um kvöldið. Þetta hafði verið annríkis-dagur. En áður en hinir vakna morguninn eftir, er Jesús kom- inn á fætur. Hanft hefir leitað á af- skektan stað, til að biðjast fyrir. ' Þetta var þá aðeins einn einasti dag- ur með Jesú. Hvílík unun fyrir þá, er fengu að vera með honum dag eftir dag, svo árum skifti! Hverju mundu þeir hafa svarað, ef þeir hefðu verið spurðir um það, hvað þeim hafi þótt mest um vert í samvist- um þeirra með Jesú? Það er ekki gott að vi-ta, hverju þeir hefðu svarað. En þegar ég les frásagnir þeirra í guðspjöllunúm, finst mér ekki ólíklegt að þeir hefðu svarað á þessa leið: »Hið, dýrðlegasta í samvistum okkar með Jesú var það, að við vorum svo örug'gir. Hann Ieysti úr öllum v.anda, bæði fyrir okkur og alla, sem leituðu hans.« . Kæru Guðs-vinir! Er ekki okkar reynzla alveg hin sama? 0. Hallesby Á. Jóh. ---------------- Sveitasæla. Þar er sæld í'sveit ixð búa, er sólargeislar blómum hlúa, þar sem iðjagrænar greivar gnœva bláan lvimdnn við; þar sem una hátt í lilíðum hjarðirnar í vorsins blíðum, og fjöruga teygja fáha sveinar um fagurblómgað sléttlendið. Þar sem jökla tignir tindar tilbreytingar ótal mynda og fjálls um hlíðar fœra’ í laumi forsœlunnar skuggatjöld; og kvöldandvara blærinn blíður blakar skógarlaufin þýður og heyrist sem í sætum drgumi söngfuglanna raddafjöld. Þar er unun ÖU á lcreiki, alt er sem á hörpu leiki margsamstiltum hróðrar-hljómi, hátt lofandi skaparann. Ö, sú sæla, ó, sú sæla! ó, þœr nægðir lífs indcéla! Fögnuð þann í unaðsómi enginn maður skynja kann. S. E.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.