Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 3
123 LJÖSBERINN Oaga eftir GuíScúnu StúMottúV, vtkub fy»-í r*^_ evan n Rúna lagðist út af, sneri sér.til veggj- ar og breiddi sængina upp yfir höfuð. »Góða nótt, ^Soffía,* sagði hún. »Þú skalt segja mér sögurnar seinna. Eg ætla að fara að sofa núna.« »Góða nótt, Rúna mín,« svaraði Soffía blíðlega og kysti á vangann á Rúnu litlu. Soffía settisl svo við gluggann með handavinnu sína, en hún horfði nú reyndar meira út á götuna heldur en á það, sem hún var að sauma. Það bar sjaldnast margt fyrir augun, allra sízt í nánd' við sýslumannshúsið, sem stóð álengdar og eitt sér uppi und- ir-hlíðinni, því var það ofurlítil tilbreyt- ing er verkafólkið sem kom frá vinnu sinni, gekk fram hjá húsinu, og á það var Soffía einmitt að horfa. Þarna komu ungar stúlkur í smáhópum eða tvær saman, sólbrendar og sveittar eftir strit- ið í fiskvinnunni, þær löbbuðu leiðar sinnar masandi og hlæjandi, og gáfu sýslumannshúsinu hornauga um leið og þer gengu fram hjá því. Nokkrar þeirra kinkuðu kollunum upp í gluggann til Soffíu, og hún gerði þá slíkt hið sama í kveðjuskyni. Rosknari konurnar fóru sér hægar. Göngulag þeirra bar þess vottinn að 'erf- iðisdagur var að kveldi kominn. Börnin stukku hlæjaridi eftir tunnugjörðum eða knöttum, sem þau köstuðu á undan sér. Ömur af glaðværum röddum bárust inn um hálfopinn gluggann. til Soffíu, en þejr þögnuðu von bráðar og gatan varð aftur auð. , Þýður kvöldblær bærðist við .glugg- ann, hann minti Soffíu á vögguljóð sem móðir kveður við barn sitt, svo ljúfur var hann og hljómþýður. Haf og hauður hvíldi á örmum kveld- roðans. Svo langt sem augað eygði lék hann á bárum hafsins og litaði fjöllin fagurrauð. Frá sér numin horfði Soffía á feg- urðarljóma hinnar hnignandi sólar, en viðkvæmni og óskiljanlegur söknuður tók að bæra á sér í brjósti hennar. Því hvað voru þessir kveðjugeislar sól- arinnar annað en andvörp hins deyj- a,ndi dags? Andvörp sem mintu hana öllu framar á hennar eigið hinsta æfi- kvöld! Hljótt var nú prðið úti og inni. Það var oftast þögult í, sýslumannshúsinu. Þegjandalegur deyfðarblær hvíldi venjulega yfir því. Likt og frosthéla varnar sólargeislunum að skína inn um gluggana í hýbýli manna, drunginn burtu sérhverjum gleðigeisla á heimili sýslumannsins. Hversvegna var þv.í þannig varið? Soffía hvíldi höndur í kjöltu sér og. íhugaði þessa spurningu. Ekki var það fátæktin sem var ánægjunni til fyr- irstöðu í sýslumannshúsjnu! . Allsnægtir voru þar og þægindi, hvar sem litið var. Soffía starði í gaupnir sér hljóð og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.