Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINJN 127 ið alveg að rúðunni. En rétt í því skrik- ar honum fótur í krapinu á hallancli þekjunni; hann dettur og rekur olnbog- ann inn um eina smárúðuna í glugg- anum hans Jóhansens. Óðar en varði er Jóhansen kominn að glugganum. »Hvað í ósköpunum —!« En er hann sér að rúðan er brotin, þá segir hann: »Nú er ég alveg' grallaralaus! í>að eru auð- vitað Gyðingastrákahnokkarnif uppi á kvistinum, sem eru að stríða okkur með þessu, af því að við höldum jól að hætti kristinna manna. En þeir skulu fá fyrir ferðina!« Ha,nn lauk upp glugganum, en drengirnir voru þá fyrir löngu farnir og búnir að fela sig á bak við sorp- kassann. Mínútu síðar var Jóhansen kominn niður í garðinn með rafmagnsvasaljós- ið sitt í hendinni. Hann þekti fylgsn- ið strákanna og' dró þaðan út synda- selina, styrkri hendi. »Nú, svo það eruð þið! Já, fór ekki eins og mig grunaði! En bíðið þið bara við! — —; - Hann var hræðilegur >. málrómnum. Dreng'irnir urðu náfölir af hræðslu. »Fyrirgefið, það var Davíð - hann gat ekki að því gert,« sagði Móses titr- andi rómi. »Nú, svo hann gat ekki gert við því.« »Nei, hann rann til.« i »Hann rann! Nú, .og svo þeyttist steinninn af sjálfum sér upp hingað?« sagði Jóhansen og hló ógurlega. »Hann hafði engan stein.« »Hvað var það þá, sem þeyttist gegn- um rúðuna?« ' »Það var olngboginn á honum.« »Nei, hvað ertu að segja?« »Jú, það var, við stóðum þarna uppi á þakinu,« sagði Móses lafhræddur, því að það var víst ókurteisi í meira lagi að reka nefið í rúðu hjá öðru fólki. »Hvað segirðu? Stóðuð þið þarna uppi?« Þeir kinkuðu kolli við því. Og nú varð stundarþögn. Manninn stóra fór að gruna hvernig í öllu mundi liggja. »Jæja — farið þið þá upp! Eg er ekki reiður. Og þið skuluð sleppa hjá að borga rúðuna.« »Við þökkum!« Og þeir bræður löhb- uðu sneyptir upp stigann. En áður en þeir væri komnir upp á þriðja loft, þá heyrðu þeir kallað fyrir neðan lágri röddu; »Strákar!« »Já!« »Þið hafið víst ekkert jólatré? Vilj- ið þið ekki koma inn.fyrir og sjá jóla- tréð okkar?« Þeir stokkroðnuðu út undir eyru og litlu síðar gengu þeir inn í ævintýra- stofuna; járnsmiðurinn leiddi þá sinn við hvora hönd' allur í einu brosi. »Það eru þeir Móses og Davíð, það voru þeir sem drápu á rúðuna hjá okk- ur,« sagði hann í gamni við konu sína. »Komið hingað og bjóðið gott kvöld,« sagði járnsmiðurinn við barnahópinn sinn, sem stóð í kring og var dálítið hávær; þau voru að rífast út af ein- hverju leikfangi; móðir þeirra hafði reynt að koma sáttum á, en þau vildu eigi láta sig; en nú gerðu þau eins og pabbi þeirra beiddi. Aðkomudrengirnir horfðu nú stund- arkorn á tréið, en síðan brugðu þeir sér út í stofuhornin og svipuðust um. »Að hverju eruð þið að gá?« spurði húsmóðirin. »Við erum að gá að Jesú,« sögðu þeir hljóðlega, »Davíð hafði aldrei nefnt það nafn fyrri. »Er hann ekki hérna?« Nú var hljótt í stofunni, öll börnin hlýddu til. Mamma þeirra þagði litla stund, en sagði síðan: »Jesú, hann er hérna, þú getur bara ekki séð hann; en hann er hérna inni.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.