Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 8
128 LJÖSBERINN IIEIT/RÆÐI oíí SANNLEIKUR. l‘ad, sem ad vid práum mest fiad er sálarró og fridur fiad, sem hjartad heitast bidur en ad höndla virdist verst. I‘ví er bézt á lífsins leid Ijósid Drottins hafa í stafni og jafnan bidja í Jesú nafni, fiá mun okkur gatan greid. Giiðn'ui Jóliannsd. frá Rrautarli. Pað skildi Davð svo mætavel. Hann leit í kringum sig með björtu brosi. Alt stóð heima. öll stofan var í einum ljóma, alveg eins og sá ljómi væri geislabaug- urinn um höfuðið á Jesú á jólakortinu. Börnin járnsmiðsins gleymdu nú öll- um deilum. Þau störðu á svarteygðu að- komudrengina. Og nú varð svo hátíð- legt í stofunni. »Hvað segið þið um það, að við syngj- um einn sálm fyrir gestina okkar!<c sagði húsmóðirin. »Þetta eru Israels- drengir, og heita alveg eins og þeir sem nefndir eru í biblíusögunum - og eins og hirðarnir í haganum á jólanóttinni.« Og svo tóku þau öll höndum saman og' gengu kringum ljóskrýnda jólatréð hægt og rólega, og sungu: »Hin fegursta rósin er fundin og fagnaðarsæl komin stundin, er frelsarinn fæddist ti jörðu, hún fanst meðal þyrnanna hörðu.« Aldrei nokkurn tíma hafði verið jafn- mikill ylur í þessum sálmasöng á því heimili. Litlu svarteygu Gyðingarnir höfðu ekki augun af trénu og flögrandi kerta- ljósunum og þeir drukku í sig’ tónana ylinn og' gleðina, sem þeir nutu svo vel. Eftir litla stund voru þeir komnir heim til sín, upp á kvistinn. Nahman litli vár þá loksins sofnaður; móðir hans lá á hnjánum við vögguna hans og hélt um hendurnar á honum; hún þorði ekki enn að standa upp, var hrædd um, 'að hann kynni þá að vakna aftur. Faðir drengjanna var reiður. »Hvar hafið þið verið, drengir?« ■ »Oti í garðinum.« »Og hverg-i annarsstaðar?« »Jú—ú.« »Hvar þá?« »Hjá — hjá —- Jáhansens-fólkinu.« »Við — jólatré?« »Já.« Litlu síðar voru þeir komnir í rúmið sitt, bræðurnir og vöfðu sig þátt hvor að öðrum. Þá sveið í kinnarnar eftir löðrunga sém þeir höfðu fengið. En h-vað um það ----- sálmurinn, sálmurinn sem þeir heyrðu sunginn niðri við jólatréð hljómaði áfram í eyrum þeirra. Og út frá því sofnuðu þeir. SKRlTLUR. Siipiidiskarnlr. Gestnr: »Þér hafið sett þrjá súpudiska :i reikninginn í staðinn fyrir tvo, annan handa mér og hinn handa konunni minni.« Þjónn: »Þér gleymið víst súpudiskinum, sem ég misti ofan á kjól frúarinnar.« Kurteisi. Síminn hringir. Jóa litla er ein stödd í stofunni. Hún hleypur að símanum og hlust- ar. Kona óskar að tala við móður hennar. Það kemur fát á Jóu og hún segir í ein- hverju ofboði: »Ég skal sækja hana strax. Gerið ívo vel að fá yður sæti á meðan.« Munið að tilkynna bústaðaskifti. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.