Ljósberinn


Ljósberinn - 27.05.1933, Side 1

Ljósberinn - 27.05.1933, Side 1
Náð og friður. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drotni Jesú Kristi (Fil. 1, 2.). Þetta er kveðja Páls postula til Fil- ippíumanna. Hann sat í fangelsi í Róma- borg, já, hann var búinn að vera fangi árum saman, af því að hann flutti mönnunum boðskapinn um Jesú, fagn- aðarboðskap kærleikans. En þrátt fyr- ir hatursfulla mótspyrnu heimsins út- breiddist kristindómurinn; þó Páll sæti í fangelsi, hélt hann áfram að starfa fyrir frelsara sinn. Hann skrifaði bréf til safnaðanna, hughreysti þá og hvatti þá til staðfestu í trúnni. Eitt af þess- um bréfum er Filippíbréfið. Náð sé með yður og friður. Þannig heilsar postulinn hinum kristnu í Fil- ippíborg. Náð og friður, Jmö voru eins og tveir verndarenglar sendir frá himnum. Þeir vöktu hjá postulanum, þar sem hann sat fjötraður, og héldu uppsprettu gleð- innar við í hjarta hans. Þeir svifu á léttum vængjum til litlu kristnu safn- aðanna, sem voru umkringdir af óvin- veittum heiðingjum. Þó að hinir kristnu yrðu að þola miklar þrengingar, þá gáf- ust þeir ekki upp, því náðin og frið- urinn fyltu hjörtu þeirra með hugmóði, bolgæði og himneskri von. Þess vegna gátu þeir með gleði mætt þrautunum og sigrað. Þeir þektu hinn eina sanna Góói hirðinn. ■■ ■■ ■■ ■■ ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■í^ Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist, og vissu, að trú þeirra hafði ör- uggan grundvöll. Nú er hin postullega kveðja send þér, kæra barn. Náð sé með þér og friður frá Guði föður vorum og Drotni Jesú Kristi. Tak á móti þessari kveðju. Láttu náðina og friðinn frá Guði vernda hjarta þitt. Y.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.