Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Page 1

Ljósberinn - 03.06.1933, Page 1
 V'rik ra§» - •*"' ctH hotna iil j 'i>í a <f slíÍctt m ht ■ sagói: Xreyfiiý b&t'hunum min cíj hamiib þeirn þa$ýhki, XIII. árg. Reykjavík, 3. júní 1933. 19. tbl.. Yorið er komið. Fegursti gimsteinninn. Nú blanar hvert leiti, nú grænkar liver grund, nú glitra svo hlýlega vogar og sund; nú roðnar hver fjallsbrún við kvöldsólar koss, nú kvakar hver smáfugl, nú dunar hver foss• Ö, vermandi vor! Mig langar í faðm þinn að fleygja mér nú, þú Fjallkonan aldna. svo brosmild og trú; und vorhimins faldi ■svo fögur þú skín, að fegurðin laðar nú alla til þín. Ö, feðranna fold! B. J. Einn af konungum Indverja, þeim er höfðu orðið að láta ríki sitt af hendi við Englendinga og lúta valdi þeirra, ferðaðist einu sinni til Englands, sinna erinda, og hafði einkadóttur sína, Gári- amma, með sér, gáfaða stúlku og fríða sýnum. Konungur unni henni sem sjá- aldri auga síns. Meðan þau dvöldu í Lundúnum höfðu þau, þrátt fyrir sína Múhameðstrú, mikla umgengni við tignasta fólk borg- arinnar; sérstaklega feldi drotningin, Viktoría, góðan þokka til hinnar ungu konungsdóttur. Það varð því að ráði, er konungur skyldi hverfa heim aftur, að hann léti dóttur sína verða eftir í Englandi til dválar nokkurra ára tíma, og bað drotn- ingu að taka hana undir vernd sína. I þessu sýndi konungur rnikla sjálfs- afneitun, en hann mat það meira en gleði sjálfs síns, að dóttir hans fengi færi á að njóta mentunar. En svo fór, að hann sá dóttur sína aldrei aftur, því að hann dó skömmu eftir að hann kom heim til sín- En dótt- ir hans erfði allan auðinn hans. Gáriamma lærði nú að meta kristi-

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.