Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 2
142 LJOSBERINN lega menningu mikils og var þess skamt að bíða, að hún beiddist fræðslu í krist- inni kenningu. En eigi var þó sú ósk hennar af raunverulegri sannfæringu sprottin, hún vildi aðeins standa jafn- fætis þeim stéttum þjóðfélagsins, sern hún hafði umgengni við, í hinum kristi- legu fræðum. Og henni var veitt kensla í kristn- um fræðum, að beiðni hennar, og tók skírn að skömmum tíma liðnum. Nú var hún þá alveg orðin innlifuð heiminum og með yndisjxrkka sínum. gáfnafjöri og eigi sízt með auði sín- um vakti hún á sér eftirtekt allra. Ensk- ur herforingi af háum stigum bað henn- ar og hún varð konan hans- Og nú gekk lengi alt að óskum. En smám saman fór að koma í Ijós, að þessi viðkvæma austræna rós, þoldi eigi kalda loftslagið í Englandi. Ilún varð gripin af tæringu. Og' nú, er reynslan kom, þá kom það líka í ljós, að hún var bersnauð og vol- uð, þrátt fyrir allan sinn auð og veg- semd, huggunarlaus og vonlaus. En Guð hafði í hyggju að veita henni vonarríka framtíð. 1 þjónustu hennar var barnslega guðrækin stúlka, er hót Hanna• Hún bar hina sjúku og tignu húsmóður sína af trúfesti og kærleika fram fyrir hásæti náðarinnar í inni- legri fyrirbæn. En hve hún óskaði þess heitt og' hjartanlega, að hún mætti fá þessum kæra sjúklingi biblíu í hendur í staðinn fyrir hinar fávíslegu og spill- andi skáldsögur, sem hún var að lesa, sér til dægrastyttingar! En Hanna vissi, að Guð gat opnað henni leið að þessu myrkva hjarta; hún þyrfti því ekki annað en að bíða tíma hans með þolinmæði. Þá var það einu sinni á ömurlegum rigningardegi, að Gáriamma bað Hönnu að sækja gimsteinaskrínið sitt. Hanna sótti þá skrínið og hinn sjúka kongs- dóttir lagði hvern skartgripinn af öðr- um á borðið hjá rúminu hennar meo sýnilegri velþóknun. »Jæja, Hanna,« sagði hún, »langar þig ekki til að eiga slíka dýrgripi?« »Æ-nei, tigna frú,« svaraði Hanna; mig langar alls ekki til þess; ég á sem sé gimsteina, og þeir eru langt um fegri en þessir steinar.« Pá leit Gáríamma undrandi á hana. En Hanna tók biblíuna sína kæru í hönd sér og sagði: Tigna frú, allir gþmstein- arnir mínir eru í þessari bók.« Nú hélt Garíamma að smá gimsteinar tveir eða þrír lægju, ef til vill, inn á milli blaðanna og sagði því óþolinmóð- lega: »Jæja, taktu þá gimsteina þessa út úr bókinni og sýndu mér þá.« »Það skal ég gjarnan gera, frú,« svar- aði Hanna, »en gimsteinarnir mínir eru svo dýrir, að ég get ekki sýnt nema einn af þeim í senn.« Að svo mæltu opnaði hún biblíuna og las þetta vers í bréfi Páls postula til Filippiborgarmanna: »Ég hefi lært að vera ánægður með það, sem ég á við að búa.« (Fil. 4, 11)- Og síðan mælti hún: »Ég er fátæk, en ég á fjársjóð á himni, sem er dýrlegri en öll auðæfi jarðar; allan skort og þjáningar þessn heims met ég því einskis, þar sem ég á vísa eilífa sáluhjálp fyrir trúna á Drottinn Jesúm.« Fyrir Guðs náð urðu þessi orð til eilífrar blessunar hinni sjúku hefðar- konu. Eftir þetta sóttist hún eftir því, að kynnast fleiri gimsteinum Hönnu. Brátt kom að því, að hún sæi spillingu hjarta síns — og fyndi perluna dýru - náð Guðs í Kristi- Nú mat hún öll auðæfi sín sem tjón hjá Jesú Kristi og ágæti þekkingar, sem var Drottinn hennar. Og eftir því sem hennar innri maður endurnýjaðist, þá veslaðist upp hennar ytri maður hraðfara. En sál

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.