Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 4
144 LJÖSBERINN »Með dásamlegum verkum svarar þú oss í réttlæti« (Sálrri' 65. 6.). Lesið: Matt. 8, 23.—27. »Á landi því ég lifi hér, sein land er kraftaverka, því auga mitt í öllu sér þinn armlegg, Guð, hinn sterka.« Himinveg’unnn. Ungur drengur kínverskur tók kristni á kristniboðsskóla. Litlu síðar sá hann gamlan manh ganga inn í goðahof. Gamli maðurinn staulaðist þar að einu skurðgoðinu, lagði reykelsi fyrir fram- an myndina og tók að þylja bæn sína- Svona gekk hann frá einu goðinu til annars, þangað til hann var búinn að falla fram fyrir þeim öllum og tilbiðja þau. Drengurinn stóð og horfði þetta hr.yggur í huga og sagði með sjálfum sér: »Hann er orðinn fjörgamall og fót- hrumur, þessi maður, og hlýtur að eiga skamt eftir ólifað, en hann þekkir ekki veginn til himnaríkis. Sjálfur er ég' svo ungur, að það samir ekki að siðakenn- ingu feðra vorra, að ég fari að kenna gamalmenni.« Og tárin komu fram í augun á hon- um við það að hugsa um þetta. Gamli maðurinn kom nú aftur til dyra, leit á drenginn og sá, að honum stóðu tár í augum. »Af hverju ertu að gráta?« spurðí hann, »get ég nokkuð hjálpað þér?« »Nei, ég græt af því ég kenni svo til vegna þín-« »Vegna mín? Hví þá það?« »Það er vegna þess, að þér eruð orð- inn gamall og' gráhærður, en þekkið ekki veginn til himins.« »Hvað ertu að segja. Veizt þú nokkuð um veginn til himinsins!« hrópaði gamli maðurinn forviða. »Já, ég veit, að Jesús hefir komið af himni til jarðar. Hann kom einu sinni hingað eins og lítið barn. En hann varo frelsari minn og allra manna- Hann vill líka verða frelsari yðar.« »Hver er þessi Jesús?« spurði gamli Kínverjinn. Drengurinn greip nú tækifærið til að segja frá Guði. Að hann elskaði svo heiminn, að hann sendi sinn eingetinn son, til þess að hann skyldi verða frels- ari mannanna og' vísa þeim veginn til himins. Camli maðurinn hlustaði undrandi og klökkur á þá sögu, og sagði: »Drengur minn, ég er nú kominn yfir sextugt, og' þetta og' annað eins liefi ég aldrei heyrt fyrri. Komdu heim með mér og segðu konunni minni það,. sem þú ert nú búinn að segja mér-« Drengurinn fór þá með gamla mann- inum heim til hans. Þar sagði hann báð- um gömlu hjónunum frá Jesú, — að hann hefði komið af elsku til mann- anna, gert öllum gott og dáið vegna sýnda mannanna og síðast sagði hann: »En Jesús lifir, hann er í himninum og' þangað fáum við öll að koma, ef vio trúum á hann og tökum á móti hjálp- ræði hans.« Gömlu hjónin buðu drengnum til sín að koma, svo oft sem hann gæti. Og það gerði hann og las í biblíunni fyrir þau bæði í hvert skifti. Fám árum síðar heimsótti kristni- boðinn Iludson Taylor þau bæði, gömlu hjónin, og' þá var drengurinn með Hud- son; varð þá Hudson þess vís. að þau voru bæði innilega trúuð- Þá sagði gamli maðurinn: »Ef þessi drengur hefði ekki vísað okkur á himinveg'inn, þá hefðum við bæði, ég' og konan mín, dáið í myrkr- inu.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.