Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 6
146 LJÖSBERINN Kata leit á mömmu sína forviða og; varð sein til svars, svo að mamma henn- ar tók spurningu sína upp aftur. »Nei, mamma,« svaraði hún, »mig hefði furðað á því, ef einhver annar hefði sagt það; en mér finst það vera svo líkt Jesú að gera þetta, svo að mig furðar ekkert á því.« Q> Sacja efti r Guárúnu Cátusdoliur, fyrír fLiásbei „jyosbcrann': Soffíu sortnaði nærri því fyrir aug- um, er hún heyrði þessi orð frúarinnar. Ástandið var alt annað en glæsilegt, og veslings Soffía horfði ráðaleysislega í kringum sig, eins og hún byggist við óvæntri hjálp úr einhverju stofuhorn- inu! En það var nú ekki alveg þesslegt, því að frú Steinvör gekk rakleitt út úr stofunni, fram ganginn, þangað sem stiginn var. Petta voru skelfileg augnablik fyrir Soffíu, og í hljóði hét hún á allt, sem hún vissi helgast, sér til hjálpar. Pví hvað mundi hún frú Steinvör segja, er hún kæmi upp á loftið og sæi gestinn, sem ar hjá Rúnu litlu! En þá mundi hún eftir því, að hurð- in var læst, og hún var sjálf með lyk- ilinn í vasanum. Það veitti henni að vísu augnabliks fró, en svo gagntók skelfingin hana með endurnýjuðu afli, því auðvitað var engin vörn í þessu. Það var úti um alt- Frúin hlaut að komast að sannleikanum, og hvað varð Soffíu vesalingnum þá til varnar? En hepnin hafði samt ekki yfirgefið hana algerlega, því í| sama bili hringdi síminn inni í skrifstofu sýslumannsins, og í stað þess að skipa Soffíu að fara í símann, sneri frúin af leið sinni og svaraði hringingunni sjálf. Og þá beið Soffía ekki eftir boðunum. Iiún hljóp sem kólfi væri skotið upp í herbergið til Rúnu litlu. Þar var nú heldur en ekki glatt á hjalla og núkið um dýrðir. Rúna litla var búin að gleyma hörm- um sínum að fullu og öllu, og ljómaði andlit hennar af gleði og ánægju. »Sjáðu, Soffía!« sagði hún, er Soffía kom inn, »Dísa er eldhússtúlkan, en ég er frúin, og dúkkan er barnið! Sko, er ekki fírit hjá okkur? — Þetta er betri stofan og þetta er svefnherbergið og þetta er eldhúsið! Dísa er núna að búa til graut úr berjunum komstu ekki með eitthvað gott — —?« Rúna litla, þagnaði skyndilega, er hún sá fátið, sem var á Soffíu, — barnið starði á hana undrandi- »Uss — þið verðið að hætta látunum, fljótt, fljótt, — hún frænka þín kem- ur á hverri stundu. — Farðu fljótt upp í — og vertu sofandi, þegar hún kem- ur — og Dísa ...... blessuð hafðu ekki hátt um þig — ég verð að fela þig inni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.