Ljósberinn


Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 1
' ' " ' ....... I.." ■ r- - , .. 'l | "Z3fe'sú& .sqg&i /íorna til mín qi •»í (i<f slítuim heurír 'artm XIII. árg. Reykjavík, 10. júní 1933. 20. tbl. Finnur Jónsson. (1704—1789) Hann var sonur Jóns prófasts Halí- dórssonar hins fróða í Hítardal. Heimili föður hans var réttnefndur kennara- skóli handa ungum mönnum og þar nam Finnur sín fyrstu fræði. Gekk ! Skál- holtsskóla (1721) og var síðan tvo vet- ur að námi hjá föður sínurn, áður en hann sigldi til háskólans (1725). Þar tók hann embættispróf í guðfræði með bezta vitnisburði (1728). Þegar heim kom, tók hann við staðn- um Reykholti að ráði föður síns; og varð brátt vinsæll af sóknarbörnum sín- um; var hann þegar kosinn til prófasts eftir sr. Hannes Halldórsson, föðurbróð- ur sinn. Konu átti hann, sér samhenta, Guðríði Gísladóttur, af ætt Guðbrands biskups. Hann varð biskup í Skálholti (1754). Harboe biskup, er hingað hafði verið sendur (1745) til að líta eftir biskups- stólnum og skólunum, vígði hann. Finnur biskup var einkar ötull og' samvizkusamur í starfi og fór að tillög- Finnur Jónsson, biskup. um Harboes biskups, vinar síns, um eflingu kirkjunnar og alla kristindóms- fræðslu. Kjörorð Finns biskups voru þessi ritn- ingarorð: »Hinn réttláti mun lifa fyrir trú« (Hebr. 10, 38.). Frægastur er Finnur biskup af hinni yfirgripsmiklu kirkjusögu sinni, sem hann ritaði á latínu; má hún miklu fremur heita Islandssaga, því að hann ségir engu síður frá landsstjórn, búskap og bókmentum þjóðarinnar frá upphafi, en frá íslenzku kirkjunni.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.