Ljósberinn


Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 151 mömmu og pabba. Og sárt þótti hon- um að sjá raunasvipinn á móður sinni, þegar hann kaus heldur að fara út með lagsbræðrum sínum, en að koma með mömmu sinni og pabba til kirkju. Hann gat ekki lengur setið heima viö þetta. Hann mátti til að fara burt frá foreldrum sínum, alla leið til Ameríku. Par bjóst hann við að geta venð frjáls ferða sinna, í því »gestrisna bjargar- landi allskonar skipbrotsmanna«. Þav gat hann gert, hvað sem honum gott þótti. Þar gat hann komist hjá að heyra alt tal um Guð og frelsarann. Þar gat hann komist hjá að sjá krepta hnefa föður síns. Já, í þessari fjarlægu heims- álfu þóttist hann eiga vísa von á fé og fullsælu. — En hve honum brugðust undarlega, vonirnar um þetta. Nú sá hann aldrei framar neinn af þeim, sem honum voru nánir og kærir, aldrei fékk hann að heyra eitt orð talað á móðurmáli sínu. Við þetta varð hann altekinn af heim- þrá. Þarna kunni enginn að tala ís- lenzku. En hve hann óskaði þess inni- lega, að einhver gæti talað »ástkæra. ylhýra málið og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svan- hvítu.« Ö. að hann fengi að heyra hana hljóma, þó ekki væri nema einu sinni! Svo bar það til eitt kvöld að loknu dagstarfi, að hann gekk fram hjá sam- komuhúsi. Úti fyrir var fest upp aug- lýsing um, hvað fram ætti að fara í húsinu. Og sú auglýsing var — á ís- lenzku! Hann var fljótur að ganga að og lesa, ungi pilturinn íslenzki. Og þeg- ar hann var búinn að lesa, þá var sem honum væri þrýst til að koma inn. Fyrst átti að syngja á íslenzku og leika á hljóðfæri og flytja svo ræðu á eftir. Hann einsetur sér þá, að fara inn og hlusta á sönginn og hljóðfærasláttinn, en þegar ræðan byrjaði, ætlaði hann að snarast út í einu hendingskasti. Ilann vildi vera sannur Islendingur! Þegar hann kemur að dyrunum, þá sér hann, að salurinn er fullskipaður, að undanteknu einu sæti á insta bekkn- um. Þangað verður hann að fara. Þeg- ar söngurinn var úti og hljóðfæraslátt- urinn, þá sér hann, að engin leið er að komast út, þvi salurinn var svo full- ur. Hann varð því að sitja kyr, þar sem hann kominn var. Ræðumaður var ungur Islendingur, sem fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðar- erindið fremur en sjálfur postulinn Páll. Hann talaði með heitu hjarta um kær- leika Jesú, og sérstaklega, hversu hann þráir týnda soninn og er sí og æ aó leita að honum. Að lokinni samkomu gekk ræðumað- urinn að íslenzka drengnum, sem hlust- að hafði á ræðuna hans, lagði hönd sína á öxl honum og spyr hann, hvort hann vilji ekki láta góða hirðinn finna sig í kvöld. En íslenzki unglingurinn þagði eins og steinn, hvernig sem.ræðu- maðurinn spurði. En loks lítur hann ó drenginn ástúðlega og segir: »Ungi vinur og samlandi minn! Ef þú ættir að deyja í kvöld, hvert fer þú þá, hver verður þinn samastaður L eilífðinni?« Að svo mæltu skildu þeir. fslenzki aðkomudrengurinn fór út sem skjótast og þangað, sem hann átti aðsetur. IJann svaf lítið nóttina eftir. Spurn- ing íslenzka prédikarans ómaði stöð- ugt í sálu hans; þetta: hvert hann mundi fara, ef hann dæi, án Jesú, án Guðs. Og þetta um eilífðina, hvar hann mundi þá eiga samastað. Á þriðja degi kemur hann til íslenzka prédikarans aftur, til þess að tala við hann um þetta. Honum fanst spurning- in svo mikilvæg, að jafnvel íslenzkur drengur gæti ekki leitt hana hjá sér.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.