Ljósberinn


Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 153 og niðurlút leit hún í kringum sig, því nú barst rödcl að eyrum hennar, sem skaut henni meiri skelk í bringu en alt annað. — Frúin! Og áður en Dísa vissi eða hugsaði nokkurn hlut um hvað hún var að gera, smaug hún inn úr hurðargættinni og' fól sig að hurðarbaki. Hún heyrði fóta- tak frúarinnar í ganginum, og að hún lokaði hurðinni, um leið og hún gekk fram hjá, svo varð alt hljótt, og Dísa hlustaði á sinn eiginn hjartslátt, því nú var henni orðið æði þungt í huga. Hún laumaðist að hurðinni og tók í lásinn, en hún gat ekki opnað - hurð- in var læst. Dísa var þá lokuð inni! Hún starði galopnum, óttaslegnum aug- um á skrautið í hinni viðhafnarmiklu stofu, án þess að sjá það. Þarna voru margir hlutir, sem Dísa hafði ekki á æfi sinni séð, en allir voru þeir nú einskisvirði í augum hennar. Stóri speg- illinn, sem náði frá lofti alla leið niður í stofunni, og nú var hún að leita sér að á gólf, sýndi henni átakanlega mynd, af lítilli fátæklega klæddri stúlku, með augu full af angist, ótta og tárum. Aumingja Dísa! Og ef frúin kæmi svo inn og sæi hana þarna, eins og þjóf, sem var að laumast um húsið! Og auðvitað gat hún komið á hverri stundu, já, hú.n hlaut að koma þá og þegar. Dísa litaðist um að nýju, og nú var hún að leita sér að fylgsni, þar sem hún gæti falist fyrir húsmóðurinni. Og í fljútu bragði virt- ist henni enginn staður betur tíl þess fallinn, heldur en stóri legubekkurinn í einu horni stofunnar, þar sem helzt bar á skugga. Nú þýddi ekki að hika, og Dísa skreið á fjórum fótum undir legubekkinn. Stóreflis ábreiða þakti hann í krók og kring, það var því eng- in hætta á að Dísa sæist. Hún varð svo fegin því, að finna þennan góða felustað, að hún hugsaði fyrst í stað ekki um neitt annað; en brátt fór hugurinn að reika heim til mömmu, og þá komu tárin til sögunnar. Hvað ætli hún mamma sé farin að hugsa? Nú var hún liklegast að láta kvöldmatinn á borðið, skyrhræringinn og smurða brauðið, og Dísa fann það alt í einu, hvað hún var orðin svöng. Ö, að hún væri komin heim til hennar mömmu! Litla stofan heima var bezta vistarveran á allri jörðunni! Tárin hrundu ótt og títt og vættu sólbrendu kinnarnar á Dísu litlu, þegar hún fór að hugsa heim. En tárin gátu ekki bætt neitt úr vandræðunum, sem urðu því ægilegri í augum Dísu, því lengur sem leið. - Bara að það væri nú dimt, þá gæti hún kannske sloppið burt, án þess að hennar yrði vart! En blessuð sum- arbirtan brosti við henni, í hvert skifti, sem hún áræddi að ýta ábreiðunni ofur- lítið frá, til þess að leita sér svölunar, því það var æði heitt í fylgsninu henn- ar Dísu. Kvöldroðinn varpaði yndis- legum ljóma inn í stofuna. Það var rétt eins og' hann vissi af harmi þrung- inni sál, sem þurfti á huggun að halda; og honum auðnaðist að vekja vonar- neista í hjarta lítillar stúlku, sem grét af því, að hún var hrædd og hryg'g' og langaði svo sárt heim til hennar mömmu. Hún mundi eftir kvöldbænunum, sem mamma hennar hafði kent henni, og þó að augun væru þrútin af gráti og kjök- ur í röddinni, þá fórnaði Dísa litla samt höndum til bænar, þar sem hún kúrði, hrygg og' hreld, í fylgsni sínu. Og bænirnar veittu henni hugarhægð. Hún var svo öldungis viss um, að hinn góði Guð heyr’ði þær. »Góði Guð,'« bætti hún við versins sín, »Hjálpaðu mér og leyfðu mér að koma fljótt heim til hennar mömmu.« Seint um kvöldið var dyrabjöllunni hringt harkalega, hvað eftir annað. Frú Steinvör fór sjálf til dyra. Dreng-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.